Stolt af fjölbreytninni 6. ágúst 2011 06:00 Hinsegin dagar í Reykjavík, sem nú eru orðnir fjögurra daga hátíð, ná hámarki í dag með Gleðigöngu tuga þúsunda í gegnum miðborgina. Hátíðin er skipulögð af samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki til að undirstrika réttindi þeirra, tilveru og sýnileika en er þó fyrir löngu orðin hátíð allra Reykvíkinga, svona rétt eins og sautjándi júní eða Menningarnótt. Þetta er sérstaða Hinsegin daga á Íslandi, eins og Þorvaldur Kristinsson, forseti hátíðarinnar, vék að í viðtali við Fréttablaðið í gær; þeir eru fjölskylduhátíð þar sem allir fagna saman en ekki eru dregin nein mörk á milli „okkar og hinna“. Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti Íslendinga styður réttindabaráttu samkynhneigðra, sem borið hefur ríkulegan árangur. Í viðtalinu segist Þorvaldur aldrei hafa búizt við að lifa sjálfur að lagalegt misrétti gagnvart samkynhneigðum yrði upprætt, eins og nú hefur gerzt á Íslandi. Hann segir baráttunni hins vegar engan veginn lokið. Enn sé til dæmis langt í land að transfólk njóti sama réttar og aðrir. Og þótt lagalegu jafnrétti sé náð sé kúgun samkynhneigðra enn til staðar, sem birtist meðal annars í þöggun, kvikindishætti, níði og grimmd. Enn eimir eftir af fordómum gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki, þótt viðhorf meirihlutans hafi breytzt mikið. Ekki má heldur gleyma því að baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra er alþjóðleg eins og öll mannréttindabarátta. Lagalegu misrétti hefur verið eytt á Íslandi, en það viðgengst í langflestum ríkjum heims, mismunandi mikið. Sum þeirra ríkja sem troða á rétti samkynhneigðra eru náin vina- og bandalagsríki Íslands, til dæmis Lettland, Litháen og Pólland. Sum eru mikilvæg viðskiptalönd, eins og Rússland og Kína, sem banna ítrekað gleðigöngur á borð við þá sem farin verður í Reykjavík í dag og leyfa margs konar ofbeldi og kúgun samkynhneigðra að viðgangast. Og sum eru þróunarsamstarfsríki Íslands eins og Úganda, þar sem þingmenn ræða í alvöru tillögu um að taka upp dauðarefsingu við samkynhneigð. Íslendingar eiga að nýta tengsl sín í öllum þessum ríkjum til að þrýsta á að mannréttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks séu virt. Við getum verið stolt af því fordæmi sem við sýnum sjálf í þeim efnum. Í Gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins hampað. Sjaldan hefur verið meiri ástæða til að halda honum á lofti en einmitt nú eftir hryðjuverkin í Noregi, sem voru framin í nafni haturs á fjölmenningu, umburðarlyndi og frelsi. Við eigum að sýna fjölbreytileikann með stolti og gleðjast yfir því hvað allir eru dásamlega öðruvísi, ólíkir, sér á parti og hinsegin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hinsegin dagar í Reykjavík, sem nú eru orðnir fjögurra daga hátíð, ná hámarki í dag með Gleðigöngu tuga þúsunda í gegnum miðborgina. Hátíðin er skipulögð af samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki til að undirstrika réttindi þeirra, tilveru og sýnileika en er þó fyrir löngu orðin hátíð allra Reykvíkinga, svona rétt eins og sautjándi júní eða Menningarnótt. Þetta er sérstaða Hinsegin daga á Íslandi, eins og Þorvaldur Kristinsson, forseti hátíðarinnar, vék að í viðtali við Fréttablaðið í gær; þeir eru fjölskylduhátíð þar sem allir fagna saman en ekki eru dregin nein mörk á milli „okkar og hinna“. Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti Íslendinga styður réttindabaráttu samkynhneigðra, sem borið hefur ríkulegan árangur. Í viðtalinu segist Þorvaldur aldrei hafa búizt við að lifa sjálfur að lagalegt misrétti gagnvart samkynhneigðum yrði upprætt, eins og nú hefur gerzt á Íslandi. Hann segir baráttunni hins vegar engan veginn lokið. Enn sé til dæmis langt í land að transfólk njóti sama réttar og aðrir. Og þótt lagalegu jafnrétti sé náð sé kúgun samkynhneigðra enn til staðar, sem birtist meðal annars í þöggun, kvikindishætti, níði og grimmd. Enn eimir eftir af fordómum gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki, þótt viðhorf meirihlutans hafi breytzt mikið. Ekki má heldur gleyma því að baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra er alþjóðleg eins og öll mannréttindabarátta. Lagalegu misrétti hefur verið eytt á Íslandi, en það viðgengst í langflestum ríkjum heims, mismunandi mikið. Sum þeirra ríkja sem troða á rétti samkynhneigðra eru náin vina- og bandalagsríki Íslands, til dæmis Lettland, Litháen og Pólland. Sum eru mikilvæg viðskiptalönd, eins og Rússland og Kína, sem banna ítrekað gleðigöngur á borð við þá sem farin verður í Reykjavík í dag og leyfa margs konar ofbeldi og kúgun samkynhneigðra að viðgangast. Og sum eru þróunarsamstarfsríki Íslands eins og Úganda, þar sem þingmenn ræða í alvöru tillögu um að taka upp dauðarefsingu við samkynhneigð. Íslendingar eiga að nýta tengsl sín í öllum þessum ríkjum til að þrýsta á að mannréttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks séu virt. Við getum verið stolt af því fordæmi sem við sýnum sjálf í þeim efnum. Í Gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins hampað. Sjaldan hefur verið meiri ástæða til að halda honum á lofti en einmitt nú eftir hryðjuverkin í Noregi, sem voru framin í nafni haturs á fjölmenningu, umburðarlyndi og frelsi. Við eigum að sýna fjölbreytileikann með stolti og gleðjast yfir því hvað allir eru dásamlega öðruvísi, ólíkir, sér á parti og hinsegin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun