Niðursuðutónlist Davíð Þór Jónsson skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Árið 1994 var ég vinsæll útvarpsmaður og skemmtikraftur á Íslandi. Já, það eru 17 ár síðan. Það sem einkum háði mér sem útvarpsmanni var hvað mér leiddist tónlistin óskaplega mikið sem þá var vinsælust. Ég átti ekki að vera vaxinn upp úr því að hlusta á poppmúsík, en vinsæla tónlistin á þessum tíma gerði mér mjög erfitt að fylgjast með. Nú þegar ég lít aftur, sé ég að það var um þetta leyti sem ég hætti að fylgjast með stefnum og straumum í dægurtónlist og ákvað að það sem ég hefði þegar heyrt myndi duga mér ágætlega út lífið. Eitt af því sem sennilega olli straumhvörfum voru tónleikar með hljómsveitinni St. Etienne sem haldnir voru í Reykjavík þetta ár. Ég var svo ofboðslega frægur að ég átti að vera kynnir, en útvarpsstöðin, sem ég vann hjá, kom á einhvern hátt að atburðinum. Tónleikarnir áttu að byrja frekar snemma og ég þurfti ekki að mæta fyrr en klukkutíma síðar. Mér þótti það skrýtið, en skildi það þannig að vænst væri uppistands af minni hálfu á meðan hljómsveitin tæki sér pásu. Þegar ég mætti voru tónleikarnir ekki byrjaðir. Tónlist af plötum glumdi í hátalarakerfinu og fólk ráfaði um, spjallaði saman eða dillaði sér við taktinn. Ég sá Bjössa Basta álengdar, en hann var einn aðstandenda tónleikanna. Ég sveif á hann og spurði hann hvað í ósköpunum hefði gerst, tónleikarnir ættu að vera löngu byrjaðir. Hann sagði að ekkert hefði gerst, tónleikarnir væru löngu byrjaðir og þetta væru þeir. Fyrsta atriðið væri að einn hljómsveitarmeðlima dídjeiaði í tvo tíma, en sögnin „að dídjeia" er fagorð í bransanum og merkir „að leika tónlist af plötum". Þarna hafði fólk sem sagt borgað sig inn á tónleika en fékk í staðinn að sjá tónlistarmann setja plötur á grammófón. Auðvitað hefði ég átt að fylgjast andaktugur með manninum á sviðinu, því þarna var greinilega atvinnumaður í því sem einna helst háði mér í starfi: Því að setja plötu á fóninn. Af einhverjum ástæðum tókst mér þó engan veginn að vera heillaður. Mér fannst þessir hæfileikar satt best að segja ekki nógu merkilegir til að ástæða væri til að borga fyrir að fá að njóta þeirra. Þegar hljómsveitin loks hóf leik sinn minnir mig að hljóðfæraskipanin hafi verið tveir menn með segulbandstæki og söngkona. Áður en þið afskrifið þetta sem tuð í gömlum karli vil ég taka eitt fram: Ég er ekki gamall. Ég er retró. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Árið 1994 var ég vinsæll útvarpsmaður og skemmtikraftur á Íslandi. Já, það eru 17 ár síðan. Það sem einkum háði mér sem útvarpsmanni var hvað mér leiddist tónlistin óskaplega mikið sem þá var vinsælust. Ég átti ekki að vera vaxinn upp úr því að hlusta á poppmúsík, en vinsæla tónlistin á þessum tíma gerði mér mjög erfitt að fylgjast með. Nú þegar ég lít aftur, sé ég að það var um þetta leyti sem ég hætti að fylgjast með stefnum og straumum í dægurtónlist og ákvað að það sem ég hefði þegar heyrt myndi duga mér ágætlega út lífið. Eitt af því sem sennilega olli straumhvörfum voru tónleikar með hljómsveitinni St. Etienne sem haldnir voru í Reykjavík þetta ár. Ég var svo ofboðslega frægur að ég átti að vera kynnir, en útvarpsstöðin, sem ég vann hjá, kom á einhvern hátt að atburðinum. Tónleikarnir áttu að byrja frekar snemma og ég þurfti ekki að mæta fyrr en klukkutíma síðar. Mér þótti það skrýtið, en skildi það þannig að vænst væri uppistands af minni hálfu á meðan hljómsveitin tæki sér pásu. Þegar ég mætti voru tónleikarnir ekki byrjaðir. Tónlist af plötum glumdi í hátalarakerfinu og fólk ráfaði um, spjallaði saman eða dillaði sér við taktinn. Ég sá Bjössa Basta álengdar, en hann var einn aðstandenda tónleikanna. Ég sveif á hann og spurði hann hvað í ósköpunum hefði gerst, tónleikarnir ættu að vera löngu byrjaðir. Hann sagði að ekkert hefði gerst, tónleikarnir væru löngu byrjaðir og þetta væru þeir. Fyrsta atriðið væri að einn hljómsveitarmeðlima dídjeiaði í tvo tíma, en sögnin „að dídjeia" er fagorð í bransanum og merkir „að leika tónlist af plötum". Þarna hafði fólk sem sagt borgað sig inn á tónleika en fékk í staðinn að sjá tónlistarmann setja plötur á grammófón. Auðvitað hefði ég átt að fylgjast andaktugur með manninum á sviðinu, því þarna var greinilega atvinnumaður í því sem einna helst háði mér í starfi: Því að setja plötu á fóninn. Af einhverjum ástæðum tókst mér þó engan veginn að vera heillaður. Mér fannst þessir hæfileikar satt best að segja ekki nógu merkilegir til að ástæða væri til að borga fyrir að fá að njóta þeirra. Þegar hljómsveitin loks hóf leik sinn minnir mig að hljóðfæraskipanin hafi verið tveir menn með segulbandstæki og söngkona. Áður en þið afskrifið þetta sem tuð í gömlum karli vil ég taka eitt fram: Ég er ekki gamall. Ég er retró.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun