Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 07:00 Hannes Þór Halldórsson hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta tímabili með KR-liðinu. Mynd/Daníel Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira