Fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar 11. ágúst 2011 07:00 Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy. Þó að breska söngkonan Katy B sé ekki nema 22 ára gömul og hafi verið að senda frá sér sína fyrstu plötu þá er hún búin að vera að syngja í nokkur ár. Hún kemur úr dubstep/garage kreðsum Lundúnaborgar og vakti fyrst athygli þegar hún söng lagið Tell Me inn á plötu með DJ NG árið 2006. Nýlega var tilkynnt að platan hennar, On a Mission, væri tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Píparadóttir frá PeckhamKaty B (sem einnig hefur notað nafnið Baby Katy) heitir réttu nafni Kathleen Brien. Hún er fædd og uppalin í Peckham-hverfinu í Suður-London og er dóttir pípara og bréfbera. Eins og margar fleiri breskar poppstjörnur síðustu ára (Adele, Amy Winehouse, Katie Melua…) þá gekk Katy í BRIT-skólann í Croydon, en hann er ætlaður ungu hæfileikafólki í tónlist og öðrum skapandi greinum. Í fyrra kláraði Katy líka tónlistarnám við Goldsmiths-háskólann, en um svipað leyti kom fyrsta smáskífan hennar, Katy on a Mission, út. Hún var unnin af dubstep-kempunni Benga og kom út á vegum útvarpsstöðvarinnar Rinse FM. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið. Katy on a Mission náði 5. sæti breska smáskífulistans og næsta litla platan hennar, Lights on, komst í 4. sæti. Í því lagi syngur Ms Dynamite með Katy, en hún er ekki ókunn Mercury-verðlaununum, fékk þau árið 2002 fyrir plötuna A Little Deeper. Í apríl síðastliðnum kom svo fyrsta stóra plata Katy B, On a Mission, út á vegum Columbia-útgáfurisans. Ferskt nútímapoppOn a Mission er meðal annars unnin með fyrrnefndum Benga, en líka með DJ Zinc og Geeneus. Tónlistin á henni er fjölskrúðugt danspopp undir áhrifum frá garage, dubstep og drum & bass-tónlist. Katy er fín söngkona og platan hennar er ferskt og velkomið innlegg í vinsældapoppið. Hún hefur selst vel, fór beint í 2. sæti breska listans. Þess vegna hefur Katy verið kölluð fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar. Platan On a Mission hefur fengið fína dóma bæði í bresku pressunni og miðlum eins og Pitchforkmedia sem gaf henni 8,1 í einkunn. Enn sem komið er er Katy B aðallega þekkt í heimalandinu, en Mercury-tilnefningin gæti breytt því. Þegar maður hlustar á On a Mission þá kemur sænska poppstjarnan Robyn upp í hugann. Bæði Katy B og Robyn búa til flott nútímapopp. Robyn er kannski svalari týpa og á sér lengri sögu, en tónlistarlega er Katy síst verri. On a Mission er flott plata. Full af smellum. Það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í samkeppninni við Adele, Önnu Calvi, PJ Harvey, James Blake, Elbow, Metronomy og alla hina sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár. Tónlist Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy. Þó að breska söngkonan Katy B sé ekki nema 22 ára gömul og hafi verið að senda frá sér sína fyrstu plötu þá er hún búin að vera að syngja í nokkur ár. Hún kemur úr dubstep/garage kreðsum Lundúnaborgar og vakti fyrst athygli þegar hún söng lagið Tell Me inn á plötu með DJ NG árið 2006. Nýlega var tilkynnt að platan hennar, On a Mission, væri tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Píparadóttir frá PeckhamKaty B (sem einnig hefur notað nafnið Baby Katy) heitir réttu nafni Kathleen Brien. Hún er fædd og uppalin í Peckham-hverfinu í Suður-London og er dóttir pípara og bréfbera. Eins og margar fleiri breskar poppstjörnur síðustu ára (Adele, Amy Winehouse, Katie Melua…) þá gekk Katy í BRIT-skólann í Croydon, en hann er ætlaður ungu hæfileikafólki í tónlist og öðrum skapandi greinum. Í fyrra kláraði Katy líka tónlistarnám við Goldsmiths-háskólann, en um svipað leyti kom fyrsta smáskífan hennar, Katy on a Mission, út. Hún var unnin af dubstep-kempunni Benga og kom út á vegum útvarpsstöðvarinnar Rinse FM. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið. Katy on a Mission náði 5. sæti breska smáskífulistans og næsta litla platan hennar, Lights on, komst í 4. sæti. Í því lagi syngur Ms Dynamite með Katy, en hún er ekki ókunn Mercury-verðlaununum, fékk þau árið 2002 fyrir plötuna A Little Deeper. Í apríl síðastliðnum kom svo fyrsta stóra plata Katy B, On a Mission, út á vegum Columbia-útgáfurisans. Ferskt nútímapoppOn a Mission er meðal annars unnin með fyrrnefndum Benga, en líka með DJ Zinc og Geeneus. Tónlistin á henni er fjölskrúðugt danspopp undir áhrifum frá garage, dubstep og drum & bass-tónlist. Katy er fín söngkona og platan hennar er ferskt og velkomið innlegg í vinsældapoppið. Hún hefur selst vel, fór beint í 2. sæti breska listans. Þess vegna hefur Katy verið kölluð fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar. Platan On a Mission hefur fengið fína dóma bæði í bresku pressunni og miðlum eins og Pitchforkmedia sem gaf henni 8,1 í einkunn. Enn sem komið er er Katy B aðallega þekkt í heimalandinu, en Mercury-tilnefningin gæti breytt því. Þegar maður hlustar á On a Mission þá kemur sænska poppstjarnan Robyn upp í hugann. Bæði Katy B og Robyn búa til flott nútímapopp. Robyn er kannski svalari týpa og á sér lengri sögu, en tónlistarlega er Katy síst verri. On a Mission er flott plata. Full af smellum. Það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í samkeppninni við Adele, Önnu Calvi, PJ Harvey, James Blake, Elbow, Metronomy og alla hina sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár.
Tónlist Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira