Félagsfræðilega umræðan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. ágúst 2011 06:00 Óeiðirnar og gripdeildirnar í Englandi hafa vakið með mörgum óhug. Þær eru langt frá því að vera einangrað tilvik reiði og mótmæla vegna þess að lögregla kynni að hafa farið offari er hún skaut grunaðan fíkniefnasala til bana, þótt það hafi verið upphafið. Útbreiðsla ofbeldisins í borgum landsins sýnir að eitthvað miklu djúpstæðara er að í brezku samfélagi. Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að mikilvægast væri nú að lögreglan næði tökum á ástandinu og það tækist að endurvekja öryggiskennd almennra borgara. „Félagsfræðilega umræðan" gæti farið fram síðar. Sú umræða er þó á fullri ferð, bæði í fjölmiðlum í Bretlandi og í öðrum Evrópulöndum, þar sem margir velta því eðlilega fyrir sér hvort svipuð samfélagsleg upplausn gæti átt sér stað í þeirra eigin landi. Lundúnalögreglan hefur löngum verið gagnrýnd fyrir að mismuna fólki eftir kynþáttum og sumir telja að lítið traust á lögreglu og öðrum stofnunum samfélagsins sé ein ástæða þess að ástandið hefur farið úr böndunum. Stéttaskiptingu og tekjumun, sem er meiri í Bretlandi en flestum öðrum Evrópuríkjum, er líka kennt um. Sumir kenna um yfirgengilegri neyzluhyggju; að fátækt og atvinnulaust ungt fólk þoli ekki að geta ekki keypt sér hlutina sem það sér auglýsta og þeir efnameiri eigi nóg af og hafi þess vegna gengið berserksgang í verzlunum. Á móti er bent á að óeirðirnar hafi verið skipulagðar í gegnum farsíma og fartölvur og óeirðaseggirnir gangi margir hverjir í dýrum merkjafötum; séu ekki einu sinni allir atvinnulausir eða efnalitlir. Skortur sé þess vegna ekki vandamálið. Sumir, til dæmis Ken Livingstone fyrrverandi borgarstjóri London, kenna miklum niðurskurði ríkisútgjalda um. Á móti er bent á að hann sé ekki nema að litlu leyti kominn til framkvæmda. Hins vegar geti umræður um niðurskurð og sparnað hjá lögreglunni hugsanlega komið þeirri hugmynd inn hjá ofbeldismönnum og þjófum að þeir geti komizt upp með lögbrot. Sumir telja leitina að „tilgangi" óeirðanna fráleita og segja að það sé einmitt tilgangsleysið, sem sé mesta áhyggjuefnið. Margt ungt fólk virði gildi samfélagsins að vettugi og komi ekki auga á þversögnina í því þegar það tekur þátt í að leggja eigið hverfi og nærsamfélag í rúst í meintri uppreisn gegn ömurlegum aðstæðum og framtíðarhorfum. „Félagsfræðilega umræðan" er að sumu leyti því marki brennd, að fólk reynir að taka ábyrgðina á glæpunum, sem framdir hafa verið í Bretlandi undanfarna daga, frá einstaklingunum sem frömdu þá og kenna einhverjum öðrum um. Og það er rangt. Einstaklingurinn er alltaf ábyrgur gjörða sinna og getur alltaf valið sjálfur hvernig hann bregzt við aðstæðum sínum. Það er hins vegar full ástæða til að fylgjast vel með því hvernig Bretar vinna úr þessum vondu atburðum og hvaða leiðir þeir finna til að draga úr líkum á að hugarfar eins og það sem birtist í óeirðunum verði til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Óeiðirnar og gripdeildirnar í Englandi hafa vakið með mörgum óhug. Þær eru langt frá því að vera einangrað tilvik reiði og mótmæla vegna þess að lögregla kynni að hafa farið offari er hún skaut grunaðan fíkniefnasala til bana, þótt það hafi verið upphafið. Útbreiðsla ofbeldisins í borgum landsins sýnir að eitthvað miklu djúpstæðara er að í brezku samfélagi. Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að mikilvægast væri nú að lögreglan næði tökum á ástandinu og það tækist að endurvekja öryggiskennd almennra borgara. „Félagsfræðilega umræðan" gæti farið fram síðar. Sú umræða er þó á fullri ferð, bæði í fjölmiðlum í Bretlandi og í öðrum Evrópulöndum, þar sem margir velta því eðlilega fyrir sér hvort svipuð samfélagsleg upplausn gæti átt sér stað í þeirra eigin landi. Lundúnalögreglan hefur löngum verið gagnrýnd fyrir að mismuna fólki eftir kynþáttum og sumir telja að lítið traust á lögreglu og öðrum stofnunum samfélagsins sé ein ástæða þess að ástandið hefur farið úr böndunum. Stéttaskiptingu og tekjumun, sem er meiri í Bretlandi en flestum öðrum Evrópuríkjum, er líka kennt um. Sumir kenna um yfirgengilegri neyzluhyggju; að fátækt og atvinnulaust ungt fólk þoli ekki að geta ekki keypt sér hlutina sem það sér auglýsta og þeir efnameiri eigi nóg af og hafi þess vegna gengið berserksgang í verzlunum. Á móti er bent á að óeirðirnar hafi verið skipulagðar í gegnum farsíma og fartölvur og óeirðaseggirnir gangi margir hverjir í dýrum merkjafötum; séu ekki einu sinni allir atvinnulausir eða efnalitlir. Skortur sé þess vegna ekki vandamálið. Sumir, til dæmis Ken Livingstone fyrrverandi borgarstjóri London, kenna miklum niðurskurði ríkisútgjalda um. Á móti er bent á að hann sé ekki nema að litlu leyti kominn til framkvæmda. Hins vegar geti umræður um niðurskurð og sparnað hjá lögreglunni hugsanlega komið þeirri hugmynd inn hjá ofbeldismönnum og þjófum að þeir geti komizt upp með lögbrot. Sumir telja leitina að „tilgangi" óeirðanna fráleita og segja að það sé einmitt tilgangsleysið, sem sé mesta áhyggjuefnið. Margt ungt fólk virði gildi samfélagsins að vettugi og komi ekki auga á þversögnina í því þegar það tekur þátt í að leggja eigið hverfi og nærsamfélag í rúst í meintri uppreisn gegn ömurlegum aðstæðum og framtíðarhorfum. „Félagsfræðilega umræðan" er að sumu leyti því marki brennd, að fólk reynir að taka ábyrgðina á glæpunum, sem framdir hafa verið í Bretlandi undanfarna daga, frá einstaklingunum sem frömdu þá og kenna einhverjum öðrum um. Og það er rangt. Einstaklingurinn er alltaf ábyrgur gjörða sinna og getur alltaf valið sjálfur hvernig hann bregzt við aðstæðum sínum. Það er hins vegar full ástæða til að fylgjast vel með því hvernig Bretar vinna úr þessum vondu atburðum og hvaða leiðir þeir finna til að draga úr líkum á að hugarfar eins og það sem birtist í óeirðunum verði til.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun