Tvöfaldur sigur hjá GR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 07:00 Karlasveit GR fagnaði vel sigrinum á heimamönnum í GKG á Leirdalsvelli í gær. Fréttablaðið/Daníel Vindasamt á Hvaleyrarvelli Það blés vel á kvennalið GR sem sigruðu Keiliskonur annað árið í röð.Fréttablaðið/Daníel Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt. Karlasveit GR lagði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 3-2 í úrslitum í Sveitakeppninni á Leirdalsvelli í Garðabænum í gær. Hvort lið vann tvær viðureignir í tvímenningi þar sem leikin er holukeppni maður gegn manni. Í fjórmenningi, þar sem tveir leika gegn tveimur, hafði GR betur í bráðabana eftir að staðan var jöfn að loknum 18 holum. „Það er frábært afreksstarf í gangi hjá GR. Ég er orðinn næstelstur í þessu lið þótt ég sé bara 26 ára. Við erum með marga mjög góða unga stráka sem eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Már Stefánsson liðsmaður GR sem lék í fjórmenningnum í gær ásamt Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Stefán Már segir úr góðum hópi kylfinga að velja hjá GR og því sé hörkusamkeppni að tryggja sér sæti í sveitinni. Kvennasveit GR mætti Golfklúbbnum Keili í úrslitum á Hvaleyrarvelli. Líkt og í karlaflokki voru leikar jafnir að loknum fjórum viðureignum í tvímenningi. Á 19. holu í fjórmenningnum tryggðu stelpurnar í GR sér sigur. „Þetta var mjög stressandi. Ég var alveg að fara á taugum á tímabili,“ sagði Hildur Kristín Þorvarðardóttir sem tryggði GR-stelpunum sigur í fjórmenningnum ásamt Írisi Kötlu Guðmundsdóttur. Þetta er annað árið í röð sem GR leggur GK að velli í úrslitum Sveitakeppninnar. „Mér fannst skemmtilegra að vinna þetta núna af því að það voru ekki allar Keiliskonurnar með í fyrra. Núna sýndum við öllum að við gætum þetta,“ sagði Hildur Kristín. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Vindasamt á Hvaleyrarvelli Það blés vel á kvennalið GR sem sigruðu Keiliskonur annað árið í röð.Fréttablaðið/Daníel Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt. Karlasveit GR lagði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 3-2 í úrslitum í Sveitakeppninni á Leirdalsvelli í Garðabænum í gær. Hvort lið vann tvær viðureignir í tvímenningi þar sem leikin er holukeppni maður gegn manni. Í fjórmenningi, þar sem tveir leika gegn tveimur, hafði GR betur í bráðabana eftir að staðan var jöfn að loknum 18 holum. „Það er frábært afreksstarf í gangi hjá GR. Ég er orðinn næstelstur í þessu lið þótt ég sé bara 26 ára. Við erum með marga mjög góða unga stráka sem eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Már Stefánsson liðsmaður GR sem lék í fjórmenningnum í gær ásamt Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Stefán Már segir úr góðum hópi kylfinga að velja hjá GR og því sé hörkusamkeppni að tryggja sér sæti í sveitinni. Kvennasveit GR mætti Golfklúbbnum Keili í úrslitum á Hvaleyrarvelli. Líkt og í karlaflokki voru leikar jafnir að loknum fjórum viðureignum í tvímenningi. Á 19. holu í fjórmenningnum tryggðu stelpurnar í GR sér sigur. „Þetta var mjög stressandi. Ég var alveg að fara á taugum á tímabili,“ sagði Hildur Kristín Þorvarðardóttir sem tryggði GR-stelpunum sigur í fjórmenningnum ásamt Írisi Kötlu Guðmundsdóttur. Þetta er annað árið í röð sem GR leggur GK að velli í úrslitum Sveitakeppninnar. „Mér fannst skemmtilegra að vinna þetta núna af því að það voru ekki allar Keiliskonurnar með í fyrra. Núna sýndum við öllum að við gætum þetta,“ sagði Hildur Kristín.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira