Tekið til í ruslinu Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. ágúst 2011 07:30 Sorp er sannarlega ein af umhverfisógnum þróaðra samfélaga. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu hefur sem betur fer víða tekist að stemma stigu við og jafnvel snúa við hraðri aukningu sem orðið hefur í magni sorps sem kemur frá nútímaheimilum. Hér á landi erum við í þessum efnum sem svo mörgum öðrum eftirbátar flestra Evrópulanda. Undanfarin ár hefur þó átt sér stað mikil umbreyting til hins betra í sorpmálum hér á landi og sums staðar enn meiri en annars staðar. Það er hægt að minnka sorp bæði fyrir og eftir ef svo má segja. Annars vegar með því að draga úr því sorpi sem leggst til á hverju heimili til dæmis með því að draga úr notkun á einnota varningi ýmsum og huga að hlutfalli umbúða í innkaupakörfunni. Hins vegar má minnka sorp með því að flokka úrganginn með það fyrir augum að sem stærstur hluti hans sé endurunninn. Best er auðvitað að vera meðvitaður á báðum sviðum. Samstillt átak sveitarfélaga og almennra borgara þarf til að árangur geti náðst við að auka hlut endurvinnslu úrgangs og draga um leið úr hlut óflokkaðs sorps. Það er alltaf heldur meira fyrir því haft að flokka sorp til endurvinnslu en að henda bara öllu í sama pokann en þarna getur þjónusta sveitarfélagsins skipt sköpum. Það er mun líklegra að hægt sé að virkja fólk til sorpflokkunar þar sem því býðst að henda flokkuðu sorpi beint í tunnu við heimili sín heldur en þar sem þarf að fara með allt flokkað sorp í endurvinnslustöð. Í mörgum sveitarfélögum bjóðast íbúum sérstakar endurvinnslutunnur þar sem henda má ýmis konar endurvinnanlegum úrgangi. Misjafnt er hvort þessar tunnur eru valkostur sem neytendur greiða þá sérstaklega fyrir eða hvort þær eru einfaldlega hluti af sorphirðukerfi staðarins. Það gefur augaleið að líklegra er að ná árangri í endurvinnslu þar sem seinni kosturinn hefur verið valinn. Um þetta vitnar eftirtektarverður árangur Akureyrarbæjar sem greint var frá hér í Fréttablaðinu í gær. Á einu ári hefur óflokkað heimilissorp minnkað um helming á Akureyri eftir að flokkunartunnum var komið á hvert heimili í bænum, auk þess sem endurvinnslustöðvar voru bættar. Fyrir þennan árangur ber ekki eingöngu að þakka framsýnum stjórnvöldum Akureyrarbæjar árangurinn heldur ekki síður fólkinu sem þar býr og leggur á sig eilítið meiri vinnu í þágu umhverfisins. Ávinningurinn er tvíþættur því minna óflokkað sorp þýðir ekki aðeins minni mengun heldur einnig verðmætasköpun með því að það sem áður var fleygt er nýtt að nýju eða úr því er unnið hráefni sem að öðrum kosti þyrfti að vinna frá grunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Sorp er sannarlega ein af umhverfisógnum þróaðra samfélaga. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu hefur sem betur fer víða tekist að stemma stigu við og jafnvel snúa við hraðri aukningu sem orðið hefur í magni sorps sem kemur frá nútímaheimilum. Hér á landi erum við í þessum efnum sem svo mörgum öðrum eftirbátar flestra Evrópulanda. Undanfarin ár hefur þó átt sér stað mikil umbreyting til hins betra í sorpmálum hér á landi og sums staðar enn meiri en annars staðar. Það er hægt að minnka sorp bæði fyrir og eftir ef svo má segja. Annars vegar með því að draga úr því sorpi sem leggst til á hverju heimili til dæmis með því að draga úr notkun á einnota varningi ýmsum og huga að hlutfalli umbúða í innkaupakörfunni. Hins vegar má minnka sorp með því að flokka úrganginn með það fyrir augum að sem stærstur hluti hans sé endurunninn. Best er auðvitað að vera meðvitaður á báðum sviðum. Samstillt átak sveitarfélaga og almennra borgara þarf til að árangur geti náðst við að auka hlut endurvinnslu úrgangs og draga um leið úr hlut óflokkaðs sorps. Það er alltaf heldur meira fyrir því haft að flokka sorp til endurvinnslu en að henda bara öllu í sama pokann en þarna getur þjónusta sveitarfélagsins skipt sköpum. Það er mun líklegra að hægt sé að virkja fólk til sorpflokkunar þar sem því býðst að henda flokkuðu sorpi beint í tunnu við heimili sín heldur en þar sem þarf að fara með allt flokkað sorp í endurvinnslustöð. Í mörgum sveitarfélögum bjóðast íbúum sérstakar endurvinnslutunnur þar sem henda má ýmis konar endurvinnanlegum úrgangi. Misjafnt er hvort þessar tunnur eru valkostur sem neytendur greiða þá sérstaklega fyrir eða hvort þær eru einfaldlega hluti af sorphirðukerfi staðarins. Það gefur augaleið að líklegra er að ná árangri í endurvinnslu þar sem seinni kosturinn hefur verið valinn. Um þetta vitnar eftirtektarverður árangur Akureyrarbæjar sem greint var frá hér í Fréttablaðinu í gær. Á einu ári hefur óflokkað heimilissorp minnkað um helming á Akureyri eftir að flokkunartunnum var komið á hvert heimili í bænum, auk þess sem endurvinnslustöðvar voru bættar. Fyrir þennan árangur ber ekki eingöngu að þakka framsýnum stjórnvöldum Akureyrarbæjar árangurinn heldur ekki síður fólkinu sem þar býr og leggur á sig eilítið meiri vinnu í þágu umhverfisins. Ávinningurinn er tvíþættur því minna óflokkað sorp þýðir ekki aðeins minni mengun heldur einnig verðmætasköpun með því að það sem áður var fleygt er nýtt að nýju eða úr því er unnið hráefni sem að öðrum kosti þyrfti að vinna frá grunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun