Brageyrað hefur betur 29. ágúst 2011 11:00 Ragnar Ingi Aðalsteinsson Ragnar vildi vita hvers vegna sum þjóðskáldanna notuðu stuðlasetningu sem stóðst ekki einfaldar bragreglur. Til að komast að því rannsakaði hann þróun stuðlasetningar undanfarnar tólf aldir. Fréttablaðið/Bergsteinn 1 Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður heiðursgestur á landsmóti hagyrðinga í Stykkishólmi um næstu helgi. Hann skrifaði doktorsritgerð sína um þróun stuðlasetningar frá fornu til okkar daga og segir grunnreglur bragfræðinnar þær nákvæmlega sömu og fyrir 1.200 árum. Stuðlunin lifi sjálfstæðu lífi og lagi sig að breyttum framburði eftir hentugleika. Bragaþing, hið árlega landsmót hagyrðinga, verður haldið í Stykkishólmi 3. september. Heiðursgestur verður Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ljóðskáld, rithöfundur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Í fyrra varði Ragnar Ingi doktorsritgerð sína, Tólf alda tryggð, þar sem rýnt var í þróun stuðlasetningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap fram til nútímans. Rannsóknin á rætur að rekja allt aftur til barnæsku Ragnars Inga, austur í Hrafnkelsdal, þegar hann hjó eftir villum í stuðlasetningu ýmissa þjóðskálda. „Þegar ég fór að stúdera stuðlasetninguna sá ég þverstæðu tengda bókstafnum s. Mér hafði verið kennt að ef ég notaði s sem ljóðstaf yrði ég að taka tillit til hvaða bókstafur fylgdi á eftir. Þannig stuðlar sk aðeins við sk, sp við sp og svo framvegis. Mótsögnin kom upp þegar ég tók eftir kvæðum þjóðskálda á borð við Steingrím Thorsteinsson, sem stuðluðu sl og sn við s+sérhljóð. Þá fáum við ljóðlínur eins og: „Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng.“ Þetta er algjörlega ófært. Þessi stuðlasetning tíðkaðist líka til forna en þetta passaði hins vegar alls ekki samkvæmt minni bragvitund, hreinlega skar í eyrun, og fylgdi mér fram á fullorðinsár. Þegar ég byrjaði í íslenskunámi í háskóla ákvað ég að fara í saumana á þessu máli.“ Ragnar Ingi skrifaði upphaflega meistaraprófsritgerð um stuðlasetninguna og segist þá hafa byrjað að átta sig á um hvað málið snerist og hélt því rannsókninni áfram í doktorsritgerðinni.Þjóðskáldin stældu úrelta hefðÍ ritgerðinni tekur hann langsnið af kveðskap allt frá því fyrir landnám og endar á Þórarni Eldjárn. Alls rannsakaði hann 45 skáld og skráði 13.626 braglínupör í tölvu. Með svo stórt úrtak var hægt að kanna ýmsa eiginleika bragarins og þá kom í ljós að mótsögnin sem hafði vafist fyrir Ragnari átti sér eðlilegar skýringar. „Við nánari athugun kemur í ljós að fram til ársins 1400 var stuðlasetningin sl eða sn við s+sérhljóða rétt vegna framburðarins. Á fimmtándu öld kemur inn sníkjuhljóð; ef maður segir sn, eins og í snáði, kemur d hljóð á milli s og n, og eins með sl. Þegar þetta sníkjuhljóð bætist við hætta menn að geta stuðlað sl og sn við s+sérhljóð. Þannig hélst það án undantekninga í 300 ár. Á 18. og 19. öld komu hins vegar fram á sjónarsviðið skáld sem höfðu lesið fornkveðskapinn og stældu stuðlasetninguna eins og hún tíðkaðist þá, jafnvel þótt hún ætti ekki lengur við samkvæmt framburði og væri að því leyti algjörlega ófær.“Sömu grunnreglur í 1.200 árAthygli vekur að jafnvel þótt ýmis öndvegisskáld hafi byrjað að notast við úrelta stuðlasetningu hafi hún ekki fest sig í sessi. „Það er í sjálfu sér stórmerkilegt og sýnir að hagyrðingarnir heyra að þeir geta ekki notað þessa stuðlasetningu og nota hana þess vegna ekki. Brageyrað hafði einfaldlega betur.“ Ragnar Ingi segir það merkilegasta við rannsókn sína að hún hafi ótvírætt leitt í ljós að bragreglurnar hafi nákvæmlega ekkert breyst í 1.200 ár. „Þær breytingar sem hafa orðið eru í sambandi við stuðlasetninguna og lúta að nýjum framburði. Stuðlunin lifir sjálfstæðu lífi og lagar sig að breyttum aðstæðum í samræmi við hefðina. Þetta er stórmerkilegt! Ef maður skoðar kveðskap Þórarins Eldjárns eða hagyrðinga á mótum eru þeir að gera í grunninn nákvæmlega það sama og skáldin fyrir 1.200 árum.“Bundinn kveðskapur iðar af lífiSpurður um framtíðarhorfur bundins kveðskapar segist Ragnar Ingi ekki sjá á honum nein dauðamerki. „Þvert á móti er hann í sókn ef eitthvað er. Við eigum lifandis býsn af hefðbundnum kveðskap sem okkur finnst skemmtilegur og deyr ekki meðan við tölum þetta tungumál. Við eigum iðna hagyrðinga sem hittast á mótum og halda úti líflegum póstlista, þar sem aldrei er hvikað frá reglum og hefðinni fylgt út í æsar.“ Hann leggur líka áherslu á að að henni sé hlúð og hún kynnt fyrir nýjum kynslóðum. „Ég hef nýlokið við að skrifa bragfræði fyrir grunnskóla og vinn nú að kennsluleiðbeiningum fyrir kennara, auk þess sem ég hef boðist til að leiðbeina kennurum um hvernig eigi að kenna þetta efni. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir unglinga að kynnast þessari hefð og þróa með sér bragvitund.“bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
1 Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður heiðursgestur á landsmóti hagyrðinga í Stykkishólmi um næstu helgi. Hann skrifaði doktorsritgerð sína um þróun stuðlasetningar frá fornu til okkar daga og segir grunnreglur bragfræðinnar þær nákvæmlega sömu og fyrir 1.200 árum. Stuðlunin lifi sjálfstæðu lífi og lagi sig að breyttum framburði eftir hentugleika. Bragaþing, hið árlega landsmót hagyrðinga, verður haldið í Stykkishólmi 3. september. Heiðursgestur verður Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ljóðskáld, rithöfundur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Í fyrra varði Ragnar Ingi doktorsritgerð sína, Tólf alda tryggð, þar sem rýnt var í þróun stuðlasetningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap fram til nútímans. Rannsóknin á rætur að rekja allt aftur til barnæsku Ragnars Inga, austur í Hrafnkelsdal, þegar hann hjó eftir villum í stuðlasetningu ýmissa þjóðskálda. „Þegar ég fór að stúdera stuðlasetninguna sá ég þverstæðu tengda bókstafnum s. Mér hafði verið kennt að ef ég notaði s sem ljóðstaf yrði ég að taka tillit til hvaða bókstafur fylgdi á eftir. Þannig stuðlar sk aðeins við sk, sp við sp og svo framvegis. Mótsögnin kom upp þegar ég tók eftir kvæðum þjóðskálda á borð við Steingrím Thorsteinsson, sem stuðluðu sl og sn við s+sérhljóð. Þá fáum við ljóðlínur eins og: „Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng.“ Þetta er algjörlega ófært. Þessi stuðlasetning tíðkaðist líka til forna en þetta passaði hins vegar alls ekki samkvæmt minni bragvitund, hreinlega skar í eyrun, og fylgdi mér fram á fullorðinsár. Þegar ég byrjaði í íslenskunámi í háskóla ákvað ég að fara í saumana á þessu máli.“ Ragnar Ingi skrifaði upphaflega meistaraprófsritgerð um stuðlasetninguna og segist þá hafa byrjað að átta sig á um hvað málið snerist og hélt því rannsókninni áfram í doktorsritgerðinni.Þjóðskáldin stældu úrelta hefðÍ ritgerðinni tekur hann langsnið af kveðskap allt frá því fyrir landnám og endar á Þórarni Eldjárn. Alls rannsakaði hann 45 skáld og skráði 13.626 braglínupör í tölvu. Með svo stórt úrtak var hægt að kanna ýmsa eiginleika bragarins og þá kom í ljós að mótsögnin sem hafði vafist fyrir Ragnari átti sér eðlilegar skýringar. „Við nánari athugun kemur í ljós að fram til ársins 1400 var stuðlasetningin sl eða sn við s+sérhljóða rétt vegna framburðarins. Á fimmtándu öld kemur inn sníkjuhljóð; ef maður segir sn, eins og í snáði, kemur d hljóð á milli s og n, og eins með sl. Þegar þetta sníkjuhljóð bætist við hætta menn að geta stuðlað sl og sn við s+sérhljóð. Þannig hélst það án undantekninga í 300 ár. Á 18. og 19. öld komu hins vegar fram á sjónarsviðið skáld sem höfðu lesið fornkveðskapinn og stældu stuðlasetninguna eins og hún tíðkaðist þá, jafnvel þótt hún ætti ekki lengur við samkvæmt framburði og væri að því leyti algjörlega ófær.“Sömu grunnreglur í 1.200 árAthygli vekur að jafnvel þótt ýmis öndvegisskáld hafi byrjað að notast við úrelta stuðlasetningu hafi hún ekki fest sig í sessi. „Það er í sjálfu sér stórmerkilegt og sýnir að hagyrðingarnir heyra að þeir geta ekki notað þessa stuðlasetningu og nota hana þess vegna ekki. Brageyrað hafði einfaldlega betur.“ Ragnar Ingi segir það merkilegasta við rannsókn sína að hún hafi ótvírætt leitt í ljós að bragreglurnar hafi nákvæmlega ekkert breyst í 1.200 ár. „Þær breytingar sem hafa orðið eru í sambandi við stuðlasetninguna og lúta að nýjum framburði. Stuðlunin lifir sjálfstæðu lífi og lagar sig að breyttum aðstæðum í samræmi við hefðina. Þetta er stórmerkilegt! Ef maður skoðar kveðskap Þórarins Eldjárns eða hagyrðinga á mótum eru þeir að gera í grunninn nákvæmlega það sama og skáldin fyrir 1.200 árum.“Bundinn kveðskapur iðar af lífiSpurður um framtíðarhorfur bundins kveðskapar segist Ragnar Ingi ekki sjá á honum nein dauðamerki. „Þvert á móti er hann í sókn ef eitthvað er. Við eigum lifandis býsn af hefðbundnum kveðskap sem okkur finnst skemmtilegur og deyr ekki meðan við tölum þetta tungumál. Við eigum iðna hagyrðinga sem hittast á mótum og halda úti líflegum póstlista, þar sem aldrei er hvikað frá reglum og hefðinni fylgt út í æsar.“ Hann leggur líka áherslu á að að henni sé hlúð og hún kynnt fyrir nýjum kynslóðum. „Ég hef nýlokið við að skrifa bragfræði fyrir grunnskóla og vinn nú að kennsluleiðbeiningum fyrir kennara, auk þess sem ég hef boðist til að leiðbeina kennurum um hvernig eigi að kenna þetta efni. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir unglinga að kynnast þessari hefð og þróa með sér bragvitund.“bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp