Jónsi dáleiddi Crowe 2. september 2011 08:00 Sögulegt samstarf Bandaríski leikstjórinnCameron Crowe segir í viðtali við vefsíðuna ifc.com að samstarfið við Jónsa sé sögulegt; íslenski tónlistarmaðurinn hafi samið nýja persónu inn í myndina We Bought a Zoo. Leikstjórinn hyggst notast við tónlist á allt annan hátt en hann hefur áður gert og það sé ekki síst vegna samstarfsins við Jónsa.NordicPhotos/Getty Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira