Utan vallar: Nýr þjálfari þarf að leita í smiðju Drillo Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 08:00 Egil "Drillo“ Olsen, þjálfari Noregs. Mynd/Pjetur Í kvöld mætast Noregur og Ísland í undankeppni EM 2012. Annars vegar lið sem hefur náð hærra en nokkur þorði að vona og hins vegar lið sem hefur sokkið dýpra en nokkur þorði að óttast. Síðast þegar dregið var í undankeppni stórmóts (fyrir HM 2014) var Noregur í efsta styrkleikaflokki og í hópi þjóða á borð við Spán, Holland, Þýskland, England, Frakkland og Ítalíu. Við Íslendingar vorum í þeim neðsta - með liðum eins og Andorra, San Marínó, Kasakstan og Lúxemborg. Ísland hefur spilað þrjá landsleiki við Noreg á jafn mörgum árum og viðureignirnar allar nokkuð jafnar - viljum við Íslendingar alla vega meina. Niðurstaðan tvö jafntefli og eitt tap. En við áttum þó heilmikið í þeim leikjum. Er nokkuð von að maður klóri sér í kollinum yfir þessum heilmikla mun á stöðu liðanna í heimsknattspyrnunni. Það er alveg ljóst að svona mikill munur er ekki á leikmönnum liðanna. Norðmenn teljast vissulega sterkari á pappír - en það munar ekki miklu. Ólafur Jóhannesson hefur stýrt íslenska liðinu í öllum þessum leikjum. Hann verður aftur á hliðarlínunni í kvöld og freistar þess að vinna sinn fyrsta alvöru leik frá 2008 og ná fram hefndum fyrir óréttlætið í fyrri leikjum okkar gegn Noregi. Nú þegar er búið að tilkynna að Ólafur hættir sem þjálfari eftir undankeppnina og að nýr maður verði ráðinn. Sá maður verður að kynna sér hvaða mistök voru gerð í stjórnartíð forvera hans og kynna sér ef til vill líka hvernig í ósköpunum Egil „Drillo" Olsen, þjálfari Noregs, kom liðinu á þann stall sem það er á í dag. Ég tel að það sem helst skilur að þessa tvo þjálfara er hversu marga leikmenn þeir hafa notað í sínum leikjum - eða öllu heldur fáa. Því færri leikmenn, því betra. Drillo er nefnilega löngu búinn að finna sitt lið og hefur haldið sér við það. Hið sama er ekki hægt að segja um Ólaf. Ég rýndi í tölurnar. Skoðaði hvernig báðir þjálfara hafa byggt upp sín lið og hversu sterk kjölfestan í liði þeirra er. Byrjum á Noregi. Hjá Noregi hafa sömu fjórir mennirnir spilað samtals 85 prósent leikjanna þeirra í undankeppninni, fimm leikir alls. Sömu þrír miðjumennirnir hafa spilað alla leikina - 100 prósent nýting þar. Í sókninni eru tveir sem hafa spilað alla leikina fimm, sá þriðji þrjá af fimm. Ólafur fékk ekki að velja sinn sterkasta hóp gegn Portúgal og því ætla ég að undanskilja þann leik í úttekt íslenska liðsins. Sjö leikmenn hafa skipt með sér stöðunum fjórum í íslensku vörninni. Aron Einar og Eggert Gunnþór hafa langoftast spilað sem varnartengiliðir en þrír leikmenn hafa deilt með sér stöðu sóknartengiliðs. Fjórir leikmenn hafa spilað á köntunum en Heiðar hefur alltaf spilað sem fremsti maður. Ellefu af fimmtán (73%) leikmönnum sem Drillo hefur notað hafa spilað meirihluta leikja liðsins en aðeins átta af nítján hjá Ólafi (42%). Munurinn er augljós. Drillo hefur tekist að viðhalda aga og leikskipulagi í sínu liði. Ólafur sýndi í síðasta æfingaleik (þeim eina á árinu til þessa) að hann er enn að prófa sig áfram - lét liðið spila með einn varnartengilið í stað tveggja gegn Ungverjum og okkar menn steinlágu. Ólafur hefur mátt glíma við ýmsilegt á sínum árum sem landsliðsþjálfari. Menn hafa hætt að gefa kost á sér af ýmsum ástæðum, sumir ekki fengið að spila með sínum liðum og aðrir mátt glíma við meiðsli. Hann þurfti líka að láta eftir leikmenn í U-21 landsliðið með eftirminnilegum hætti. Margt smátt gerir eitt stórt og mótlætið hefur staflast upp hjá Ólafi þar til að menn vöknuðu við þann vonda draum að vera komnir í ruslflokk evrópskrar knattspyrnu. Ég er ekki sá eini sem hef áður spurt hvort ekki ætti að taka í taumana - sú umræða er búin að vera í gangi í allt of langan tíma. Nýr þjálfari þarf að taka sér Drillo til fyrirmyndar. Veðja á sína sterkustu hesta og byggja upp lið í kringum þá. En það er bara einn hluti jöfnunnar enda miklu meira sem kemur til ef reikna á dæmið til enda. Miklu meira en kemst fyrir í þessum pistli. Mér finnst að nýr þjálfari þurfi að hafa yfirumsjón með þróun og stefnumótun yngri landsliðanna og vera í miklu og góðu samstarfi við þjálfara þeirra. Hann þarf að vera með öflugt þjálfarateymi með sér og reynda fagmenn sem sjá um alla umgjörð landsliðsins að öðru leyti. Hann þarf að eiga gott samstarf við forystumenn knattspyrnusambandsins og skýrar hugmyndir um hvernig framtíðarstefna íslenska landsliðsins eigi að vera. Umfram allt, hann þarf að vera skipstjóri á sínum skipi. Maður sem hefur trúverðugleika og kraft til að stýra skipinu örugglega í höfn - stjóri sem undirmennirnir bera virðingu fyrir og eru viljugir til að fylgja í einu og öllu. Ábyrgðin við ráðningu næsta landsliðsþjálfara er mikil og ég ætla rétt að vona að þeir sem þá ábyrgð bera geri það skynsamlega. Annars er ekki von á öðru en bara meira af því sama. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Í kvöld mætast Noregur og Ísland í undankeppni EM 2012. Annars vegar lið sem hefur náð hærra en nokkur þorði að vona og hins vegar lið sem hefur sokkið dýpra en nokkur þorði að óttast. Síðast þegar dregið var í undankeppni stórmóts (fyrir HM 2014) var Noregur í efsta styrkleikaflokki og í hópi þjóða á borð við Spán, Holland, Þýskland, England, Frakkland og Ítalíu. Við Íslendingar vorum í þeim neðsta - með liðum eins og Andorra, San Marínó, Kasakstan og Lúxemborg. Ísland hefur spilað þrjá landsleiki við Noreg á jafn mörgum árum og viðureignirnar allar nokkuð jafnar - viljum við Íslendingar alla vega meina. Niðurstaðan tvö jafntefli og eitt tap. En við áttum þó heilmikið í þeim leikjum. Er nokkuð von að maður klóri sér í kollinum yfir þessum heilmikla mun á stöðu liðanna í heimsknattspyrnunni. Það er alveg ljóst að svona mikill munur er ekki á leikmönnum liðanna. Norðmenn teljast vissulega sterkari á pappír - en það munar ekki miklu. Ólafur Jóhannesson hefur stýrt íslenska liðinu í öllum þessum leikjum. Hann verður aftur á hliðarlínunni í kvöld og freistar þess að vinna sinn fyrsta alvöru leik frá 2008 og ná fram hefndum fyrir óréttlætið í fyrri leikjum okkar gegn Noregi. Nú þegar er búið að tilkynna að Ólafur hættir sem þjálfari eftir undankeppnina og að nýr maður verði ráðinn. Sá maður verður að kynna sér hvaða mistök voru gerð í stjórnartíð forvera hans og kynna sér ef til vill líka hvernig í ósköpunum Egil „Drillo" Olsen, þjálfari Noregs, kom liðinu á þann stall sem það er á í dag. Ég tel að það sem helst skilur að þessa tvo þjálfara er hversu marga leikmenn þeir hafa notað í sínum leikjum - eða öllu heldur fáa. Því færri leikmenn, því betra. Drillo er nefnilega löngu búinn að finna sitt lið og hefur haldið sér við það. Hið sama er ekki hægt að segja um Ólaf. Ég rýndi í tölurnar. Skoðaði hvernig báðir þjálfara hafa byggt upp sín lið og hversu sterk kjölfestan í liði þeirra er. Byrjum á Noregi. Hjá Noregi hafa sömu fjórir mennirnir spilað samtals 85 prósent leikjanna þeirra í undankeppninni, fimm leikir alls. Sömu þrír miðjumennirnir hafa spilað alla leikina - 100 prósent nýting þar. Í sókninni eru tveir sem hafa spilað alla leikina fimm, sá þriðji þrjá af fimm. Ólafur fékk ekki að velja sinn sterkasta hóp gegn Portúgal og því ætla ég að undanskilja þann leik í úttekt íslenska liðsins. Sjö leikmenn hafa skipt með sér stöðunum fjórum í íslensku vörninni. Aron Einar og Eggert Gunnþór hafa langoftast spilað sem varnartengiliðir en þrír leikmenn hafa deilt með sér stöðu sóknartengiliðs. Fjórir leikmenn hafa spilað á köntunum en Heiðar hefur alltaf spilað sem fremsti maður. Ellefu af fimmtán (73%) leikmönnum sem Drillo hefur notað hafa spilað meirihluta leikja liðsins en aðeins átta af nítján hjá Ólafi (42%). Munurinn er augljós. Drillo hefur tekist að viðhalda aga og leikskipulagi í sínu liði. Ólafur sýndi í síðasta æfingaleik (þeim eina á árinu til þessa) að hann er enn að prófa sig áfram - lét liðið spila með einn varnartengilið í stað tveggja gegn Ungverjum og okkar menn steinlágu. Ólafur hefur mátt glíma við ýmsilegt á sínum árum sem landsliðsþjálfari. Menn hafa hætt að gefa kost á sér af ýmsum ástæðum, sumir ekki fengið að spila með sínum liðum og aðrir mátt glíma við meiðsli. Hann þurfti líka að láta eftir leikmenn í U-21 landsliðið með eftirminnilegum hætti. Margt smátt gerir eitt stórt og mótlætið hefur staflast upp hjá Ólafi þar til að menn vöknuðu við þann vonda draum að vera komnir í ruslflokk evrópskrar knattspyrnu. Ég er ekki sá eini sem hef áður spurt hvort ekki ætti að taka í taumana - sú umræða er búin að vera í gangi í allt of langan tíma. Nýr þjálfari þarf að taka sér Drillo til fyrirmyndar. Veðja á sína sterkustu hesta og byggja upp lið í kringum þá. En það er bara einn hluti jöfnunnar enda miklu meira sem kemur til ef reikna á dæmið til enda. Miklu meira en kemst fyrir í þessum pistli. Mér finnst að nýr þjálfari þurfi að hafa yfirumsjón með þróun og stefnumótun yngri landsliðanna og vera í miklu og góðu samstarfi við þjálfara þeirra. Hann þarf að vera með öflugt þjálfarateymi með sér og reynda fagmenn sem sjá um alla umgjörð landsliðsins að öðru leyti. Hann þarf að eiga gott samstarf við forystumenn knattspyrnusambandsins og skýrar hugmyndir um hvernig framtíðarstefna íslenska landsliðsins eigi að vera. Umfram allt, hann þarf að vera skipstjóri á sínum skipi. Maður sem hefur trúverðugleika og kraft til að stýra skipinu örugglega í höfn - stjóri sem undirmennirnir bera virðingu fyrir og eru viljugir til að fylgja í einu og öllu. Ábyrgðin við ráðningu næsta landsliðsþjálfara er mikil og ég ætla rétt að vona að þeir sem þá ábyrgð bera geri það skynsamlega. Annars er ekki von á öðru en bara meira af því sama.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira