Gunnar Nelson er að undirbúa sig fyrir sterkasta glímumót heims Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2011 06:30 Tveir keppa í glímu án galla þar til annar nær að yfirbuga andstæðinginn með lás eða hengingartaki og þvingar hann til uppgjafar. Mynd/Stefán Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur. Innlendar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur.
Innlendar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira