Engar skyndilausnir í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2011 08:00 Haukur Ingi er landsliðsþjálfurunum innan handar þessa dagana og veitir ekki af þar sem hvorki gengur né rekur hjá landsliðinu.fréttablaðið/valli Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson leitaði fyrir nokkru aðstoðar Hauks Inga Guðnasonar, sem sjálfur er knattspyrnumaður og fyrrum atvinnumaður. Hann hefur einnig menntað sig í íþróttasálfræði. Haukur Ingi fékk það hlutverk að sinna líðan landsliðsmannanna og hefur gert það í síauknum mæli. Hann var með í förinni til Noregs og hitti Fréttablaðið á hann í Osló. Þurfum meðbyrinn„Úrslitin hafa sannarlega ekki verið okkur í hag. Liðið hefur svo sem verið að spila ágætlega inn á milli en það er langt síðan að niðurstaðan eftir leiki hefur verið jákvæð,“ sagði hann. Ísland mætir Kýpverjum á morgun og segir Haukur Ingi að strákana skorti tilfinnanlega að finna fyrir smá meðbyr. „Ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir þá. Menn hafa verið að sigla á móti straumnum svo lengi að sigur myndi gefa mönnum mikið.“ Óttast ekki mistökinHaukur Ingi tekur leikmenn í spjall, stundum 2-3 í einu, þegar tækifæri gefst. „Margir strákanna eru ungir og get ég bent þeim á ýmsa punkta sem ég hefði sjálfur viljað vita þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnumennskunni.“ Meðal þess sem Haukur Ingi reynir að miðla til leikmanna er hvernig skuli taka á mótlæti í leikjunum sjálfum. Því hafa landsliðsmennirnir fengið að kynnast. „Jafnvel færustu íþróttamenn heims óttast það einhvern tímann að gera mistök og að endurtaka þau. Dæmi um þetta er sóknarmaður sem klúðrar dauðafæri í upphafi leiks. Auðveldasta leiðin til að endurtaka ekki þau mistök er að koma sér ekki aftur í færi. En það er þó betra að klúðra tíu dauðafærum í einum leik því þá er hann að minnsta kosti að taka þátt í leiknum.“ Hann segir einbeitingu og hugarfar skipta afar miklu máli þegar í leikinn er komið. „Og að láta mótlætið ekki slá sig út af laginu – halda einbeitingunni og halda áfram að spila sinn leik.“ Þolinmæði er dyggðAnnað lykilorð í skilaboðum Hauks Inga er þolinmæði. „Mín vinna snýst ekki um skyndilausnir heldur að bæta frammistöðuna þegar til lengri tíma er litið. Ég er ekki endilega að hugsa um þennan leik eða næsta heldur vona ég að þessar aðferðir nái að síast inn hægt og rólega og að það leiði til betri árangurs í framtíðinni.“ Hann segir þó biðina vera erfiða og að millibilsástandið sé afar hættulegur tími. Því sé mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að sýna þolinmæði. „Í sumum íþróttum þarf að taka þrjú skref aftur á bak til að geta tekið fimm skref fram á við. Gott dæmi er kylfingur sem er fastur í sinni forgjöf og vill bæta sig. Hann þarf ef til vill að tileinka sér nýja og betri sveiflu en það tekur tíma. Á meðan versnar leikur hans og er þá mikilvægt að falla ekki aftur í fyrra horf – annars mun hann aldrei lækka forgjöfina aftur.“ Haukur Ingi bendir á að þetta vilji oft haldast í hendur við það þegar kynslóðaskipti eiga sér stað eins og er tilfellið í íslenska landsliðinu nú. „Ef þeim tekst að tileinka sér þessi fræði og nýta sér þau mun það pottþétt nýtast bæði þeim sjálfum og íslenska landsliðinu til framtíðar.“ Íslenski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson leitaði fyrir nokkru aðstoðar Hauks Inga Guðnasonar, sem sjálfur er knattspyrnumaður og fyrrum atvinnumaður. Hann hefur einnig menntað sig í íþróttasálfræði. Haukur Ingi fékk það hlutverk að sinna líðan landsliðsmannanna og hefur gert það í síauknum mæli. Hann var með í förinni til Noregs og hitti Fréttablaðið á hann í Osló. Þurfum meðbyrinn„Úrslitin hafa sannarlega ekki verið okkur í hag. Liðið hefur svo sem verið að spila ágætlega inn á milli en það er langt síðan að niðurstaðan eftir leiki hefur verið jákvæð,“ sagði hann. Ísland mætir Kýpverjum á morgun og segir Haukur Ingi að strákana skorti tilfinnanlega að finna fyrir smá meðbyr. „Ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir þá. Menn hafa verið að sigla á móti straumnum svo lengi að sigur myndi gefa mönnum mikið.“ Óttast ekki mistökinHaukur Ingi tekur leikmenn í spjall, stundum 2-3 í einu, þegar tækifæri gefst. „Margir strákanna eru ungir og get ég bent þeim á ýmsa punkta sem ég hefði sjálfur viljað vita þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnumennskunni.“ Meðal þess sem Haukur Ingi reynir að miðla til leikmanna er hvernig skuli taka á mótlæti í leikjunum sjálfum. Því hafa landsliðsmennirnir fengið að kynnast. „Jafnvel færustu íþróttamenn heims óttast það einhvern tímann að gera mistök og að endurtaka þau. Dæmi um þetta er sóknarmaður sem klúðrar dauðafæri í upphafi leiks. Auðveldasta leiðin til að endurtaka ekki þau mistök er að koma sér ekki aftur í færi. En það er þó betra að klúðra tíu dauðafærum í einum leik því þá er hann að minnsta kosti að taka þátt í leiknum.“ Hann segir einbeitingu og hugarfar skipta afar miklu máli þegar í leikinn er komið. „Og að láta mótlætið ekki slá sig út af laginu – halda einbeitingunni og halda áfram að spila sinn leik.“ Þolinmæði er dyggðAnnað lykilorð í skilaboðum Hauks Inga er þolinmæði. „Mín vinna snýst ekki um skyndilausnir heldur að bæta frammistöðuna þegar til lengri tíma er litið. Ég er ekki endilega að hugsa um þennan leik eða næsta heldur vona ég að þessar aðferðir nái að síast inn hægt og rólega og að það leiði til betri árangurs í framtíðinni.“ Hann segir þó biðina vera erfiða og að millibilsástandið sé afar hættulegur tími. Því sé mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að sýna þolinmæði. „Í sumum íþróttum þarf að taka þrjú skref aftur á bak til að geta tekið fimm skref fram á við. Gott dæmi er kylfingur sem er fastur í sinni forgjöf og vill bæta sig. Hann þarf ef til vill að tileinka sér nýja og betri sveiflu en það tekur tíma. Á meðan versnar leikur hans og er þá mikilvægt að falla ekki aftur í fyrra horf – annars mun hann aldrei lækka forgjöfina aftur.“ Haukur Ingi bendir á að þetta vilji oft haldast í hendur við það þegar kynslóðaskipti eiga sér stað eins og er tilfellið í íslenska landsliðinu nú. „Ef þeim tekst að tileinka sér þessi fræði og nýta sér þau mun það pottþétt nýtast bæði þeim sjálfum og íslenska landsliðinu til framtíðar.“
Íslenski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira