Skilar sér mögulega í nýjum meðferðarúrræðum 23. september 2011 11:00 Vísindamönnunum tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur geta umbreytt stofnfrumum þannig að þær fari að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og mynda meinvörp. Nordicphotos/Getty Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Fleiri fréttir Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Sjá meira
Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Fleiri fréttir Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Sjá meira