Konur eru konum bestar Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. september 2011 06:00 Snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf. Þetta eru yfirlýst efnistök skemmtiþáttar sem hefur á göngu sína á Skjá einum í næstu viku og ætlaður er konum. Hafa margar konur gagnrýnt stöðina fyrir að láta svo einstrengingslegar staðalhugmyndir um konur og hugðarefni þeirra liggja til grundvallar gerð dagskrár fyrir þær. Í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið hefur klisjunum um þessar kvenréttindakonur kyngt niður eins og skæðadrífu. Tvennt ber þar hæst. Annars vegar hefur það þótt grafa undan gagnrýni kvennanna að sumar gangi þær með varalit og séu jafnvel „sætar“. Hins vegar hefur rökum þeirra verið mætt með einum óviðfelldnasta frasa íslenskrar tungu: „Konur eru konum verstar.“ Það að konur geti ekki staðið vörð um réttindi sín tilhafðar er vitleysa sem er ekki svaraverð. Hins vegar má geta þess að varaliturinn hefur lengi verið hluti af jafnréttisbaráttunni en súffragetturnar báru hann sem tákn um sjálfstæði sitt er körlum líkaði hann ekki. Yfirlýsingin um að konur séu á einhvern hátt öðrum konum skaðræðisskepnur er hins vegar öllu alvarlegri. Svo oft eru þessi orð höfð í frammi að margir virðast farnir að trúa þeim. Þótt það fari ekki hátt – kannski einmitt vegna þess að flestöll umfjöllun um konur snýst um snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf – er rík hefð fyrir samvinnu kvenna á hinum ýmsu sviðum. Um hana er meira að segja til fjöldi samtaka svo sem KIKS - Konur í kvikmyndum og sjónvarpi og nýstofnað félag kvenna í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þvert á trú sumra þrífast konur í félagsskap hver annarrar. Ekki nóg með það. Konur finna sér oft fyrirmyndir í öðrum konum. Ekki alls fyrir löngu prýddi forsíðu breska blaðsins The Times skælbrosandi unglingsstúlka. Stúlkan hafði unnið sér það til frægðar að ljúka grunnskóla. Slíkt þykir venjulega ekki fréttnæmt. Stuttu áður hafði hún hins vegar næstum hætt námi með það eina markmið að verða „unglinga-móðir“ eins og vinkonur hennar. En svo kom Michelle Obama í heimsókn í skólann hennar. Stúlkan fann sér fyrirmynd í forsetafrúnni og sneri í kjölfarið lífi sínu til betri vegar. Áhugaverðar konur leynast alls staðar. Forsætisráðherra er kona; handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna er kona; formaður Samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda er kona. Óskandi er að stjórnandi kvennaþáttar Skjás eins, sem sjálf er drífandi athafnakona og eflaust mörgum innblástur, sjái sér fært að breikka efnistök þáttarins og auka þannig bæði skemmtanagildið og fjölga fyrirmyndunum. Því konur eru konum bestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf. Þetta eru yfirlýst efnistök skemmtiþáttar sem hefur á göngu sína á Skjá einum í næstu viku og ætlaður er konum. Hafa margar konur gagnrýnt stöðina fyrir að láta svo einstrengingslegar staðalhugmyndir um konur og hugðarefni þeirra liggja til grundvallar gerð dagskrár fyrir þær. Í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið hefur klisjunum um þessar kvenréttindakonur kyngt niður eins og skæðadrífu. Tvennt ber þar hæst. Annars vegar hefur það þótt grafa undan gagnrýni kvennanna að sumar gangi þær með varalit og séu jafnvel „sætar“. Hins vegar hefur rökum þeirra verið mætt með einum óviðfelldnasta frasa íslenskrar tungu: „Konur eru konum verstar.“ Það að konur geti ekki staðið vörð um réttindi sín tilhafðar er vitleysa sem er ekki svaraverð. Hins vegar má geta þess að varaliturinn hefur lengi verið hluti af jafnréttisbaráttunni en súffragetturnar báru hann sem tákn um sjálfstæði sitt er körlum líkaði hann ekki. Yfirlýsingin um að konur séu á einhvern hátt öðrum konum skaðræðisskepnur er hins vegar öllu alvarlegri. Svo oft eru þessi orð höfð í frammi að margir virðast farnir að trúa þeim. Þótt það fari ekki hátt – kannski einmitt vegna þess að flestöll umfjöllun um konur snýst um snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf – er rík hefð fyrir samvinnu kvenna á hinum ýmsu sviðum. Um hana er meira að segja til fjöldi samtaka svo sem KIKS - Konur í kvikmyndum og sjónvarpi og nýstofnað félag kvenna í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þvert á trú sumra þrífast konur í félagsskap hver annarrar. Ekki nóg með það. Konur finna sér oft fyrirmyndir í öðrum konum. Ekki alls fyrir löngu prýddi forsíðu breska blaðsins The Times skælbrosandi unglingsstúlka. Stúlkan hafði unnið sér það til frægðar að ljúka grunnskóla. Slíkt þykir venjulega ekki fréttnæmt. Stuttu áður hafði hún hins vegar næstum hætt námi með það eina markmið að verða „unglinga-móðir“ eins og vinkonur hennar. En svo kom Michelle Obama í heimsókn í skólann hennar. Stúlkan fann sér fyrirmynd í forsetafrúnni og sneri í kjölfarið lífi sínu til betri vegar. Áhugaverðar konur leynast alls staðar. Forsætisráðherra er kona; handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna er kona; formaður Samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda er kona. Óskandi er að stjórnandi kvennaþáttar Skjás eins, sem sjálf er drífandi athafnakona og eflaust mörgum innblástur, sjái sér fært að breikka efnistök þáttarins og auka þannig bæði skemmtanagildið og fjölga fyrirmyndunum. Því konur eru konum bestar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun