Pistillinn: Aldrei gefast upp! Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. september 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Arnþór Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp! Innlendar Pistillinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Sjá meira
Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Sjá meira