Gerum þá kröfu að vinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2011 08:00 Stelpurnar hafa æft vel síðustu daga og eru klárar í slaginn gegn Belgíu. Mynd/Anton „Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður." Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður."
Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira