Fjallabaksleið í skólamálum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. september 2011 10:45 Grunnskólinn er ein af grunnstoðunum í því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólaskylda á sér meira en hundrað ára sögu hér og síðustu vikur hefur átt sér stað umræða um hvort hana beri að afnema. Borgarstjórinn í Reykjavík hóf umræðuna með þeim rökum að með afnámi skólaskyldu myndi fjölbreytni aukast og fleiri nemendum tækist að blómstra innan veggja skólanna. Þeir sem taka undir sjónarmiðið gera það oftast með skírskotun til nemenda sem ekki þrífast vel í skólakerfinu. Það er mikilvægt að halda á lofti uppbyggilegri umræðu um skólamál enda kemur starf grunnskóla öllum við. Í þeirri umræðu getur allt verið undir, líka afnám skólaskyldu. Leiða má að því líkum að upptaka fræðsluskyldu í stað skólaskyldu myndi litlu eða engu breyta fyrir langflest börn í landinu. Hitt er jafnöruggt að breytingin hefði áhrif á líf og stöðu sumra barna og þá ekki endilega til góðs. Markmiðsgrein grunnskólalaga er efnismikil og er það meðal annars kveðið á um að grunnskólinn eigi í samvinnu við heimilin að „stuðla að alhliða þroska allra nemenda“. Starfshættir grunnskóla eiga meðal annars að mótast af „umburðarlyndi og kærleika“, „jafnrétti“, „umhyggju“ og „virðingu fyrir manngildi“. Grunnskólanum er ætlað að „leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins“, hann á að stuðla að „víðsýni“ og skilningi á “högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn“. Þá skal nemendum „veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska“ og skólastarfið skal einnig „leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra“. Eftir þessum grundvallargildum er unnið í grunnskólum landsins. Þar hefur fjölbreytni bæði í námsframboði og kennsluháttum aukist gríðarlega undanfarna tvo til þrjá áratugi. Nærtækt dæmi um þetta þessa daga er blómlegt starf í fjölmörgum útikennslustofum sem útbúnar hafa verið, ekki síst á jaðri byggða. Almennu grunnskólarnir, eða hverfisskólarnir, leggja mismunandi áherslur í starfi sínu. Þetta má til dæmis sjá með því að skoða heimasíður skólanna. Auk þess starfa hér nokkrir einkaskólar sem einnig hafa mismunandi áherslur til dæmis á nám í gegnum skapandi starf eða kennsluaðferðir sem sumir myndu kalla gamaldags en aðrir sakna. Börn eru eins margbreytileg og þau eru mörg. Íslenskir grunnskólar rúma öll þessi börn og innan þeirra eiga þau þess kost að komast til manns. Vitanlega á sér stöku sinnum stað misbrestur í samstarfi barns, skóla og heimilis. Á slíkum hnökrum er hægt að ráða bót með einfaldari og hnitmiðaðri hætti en þeim að hreyfa við skólaskyldunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Grunnskólinn er ein af grunnstoðunum í því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólaskylda á sér meira en hundrað ára sögu hér og síðustu vikur hefur átt sér stað umræða um hvort hana beri að afnema. Borgarstjórinn í Reykjavík hóf umræðuna með þeim rökum að með afnámi skólaskyldu myndi fjölbreytni aukast og fleiri nemendum tækist að blómstra innan veggja skólanna. Þeir sem taka undir sjónarmiðið gera það oftast með skírskotun til nemenda sem ekki þrífast vel í skólakerfinu. Það er mikilvægt að halda á lofti uppbyggilegri umræðu um skólamál enda kemur starf grunnskóla öllum við. Í þeirri umræðu getur allt verið undir, líka afnám skólaskyldu. Leiða má að því líkum að upptaka fræðsluskyldu í stað skólaskyldu myndi litlu eða engu breyta fyrir langflest börn í landinu. Hitt er jafnöruggt að breytingin hefði áhrif á líf og stöðu sumra barna og þá ekki endilega til góðs. Markmiðsgrein grunnskólalaga er efnismikil og er það meðal annars kveðið á um að grunnskólinn eigi í samvinnu við heimilin að „stuðla að alhliða þroska allra nemenda“. Starfshættir grunnskóla eiga meðal annars að mótast af „umburðarlyndi og kærleika“, „jafnrétti“, „umhyggju“ og „virðingu fyrir manngildi“. Grunnskólanum er ætlað að „leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins“, hann á að stuðla að „víðsýni“ og skilningi á “högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn“. Þá skal nemendum „veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska“ og skólastarfið skal einnig „leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra“. Eftir þessum grundvallargildum er unnið í grunnskólum landsins. Þar hefur fjölbreytni bæði í námsframboði og kennsluháttum aukist gríðarlega undanfarna tvo til þrjá áratugi. Nærtækt dæmi um þetta þessa daga er blómlegt starf í fjölmörgum útikennslustofum sem útbúnar hafa verið, ekki síst á jaðri byggða. Almennu grunnskólarnir, eða hverfisskólarnir, leggja mismunandi áherslur í starfi sínu. Þetta má til dæmis sjá með því að skoða heimasíður skólanna. Auk þess starfa hér nokkrir einkaskólar sem einnig hafa mismunandi áherslur til dæmis á nám í gegnum skapandi starf eða kennsluaðferðir sem sumir myndu kalla gamaldags en aðrir sakna. Börn eru eins margbreytileg og þau eru mörg. Íslenskir grunnskólar rúma öll þessi börn og innan þeirra eiga þau þess kost að komast til manns. Vitanlega á sér stöku sinnum stað misbrestur í samstarfi barns, skóla og heimilis. Á slíkum hnökrum er hægt að ráða bót með einfaldari og hnitmiðaðri hætti en þeim að hreyfa við skólaskyldunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun