Hnetusmjörsdagurinn Atli Fannar Bjarkason skrifar 24. september 2011 06:00 Að kremja hnetur, hita þær og kæla svo úr verður einhvers konar hnetusmjör hefur verið gert í hundruðir ára. Fyrsti maðurinn sem fékk einkaleyfi á einhvers konar gumsinu var hins vegar Kanadamaðurinn Marcellus Gilmore Edson árið 1884. Fjölmargir fengu svipaðar hugmyndir og árið 1903 setti læknirinn Ambrose Straub saman vél sem kramdi hnetur svo úr varð hnetusmjör. Tilgangur vélarinnar var reyndar að koma prótíni ofan í tannlaust gamalt fólk og doktor Straub gerði sér eflaust ekki í hugarlund hversu stórkostleg hugmynd þetta bragðgóða mauk var. Í hundrað grömmum af hreinu hnetusmjöri eru nefnilega rúm 25 grömm af prótíni og tæp 50 grömm af meinhollri hnetufitu. Orðatiltækið um drauminn í dósinni hefur aldrei átt betur við, þar sem ég vinn nú að því að þyngja mig, ekki létta, og smyr því hnetusmjörinu á flest sem ég læt ofan í mig. Ég hræri hnetusmjöri í hafragrautinn á morgnanna og dýfi bananum ofan í krukkuna fyrir æfingar. Eftir æfingar set ég vænan slurk af hnetusmjöri ofan í skyrið og í kaffitíma í vikunni prófaði ég að smyrja hnetusmjöri á kleinu. Það kom reyndar ekki út eins vel og það hljómaði og ekki nærri því eins vel og þegar erlent súkkulaðistykki fékk hnetusmjörsmeðferðina. Á kvöldin hvílir hnetusmjörskrukkan einmana inni í ísskáp og kallar á mig. Ég reyni að svara ekki kallinu, þar sem heilsuspekingar keppast við að hallmæla að maður borði fituríkan mat á kvöldin. Ég læt mig hins vegar dreyma um hnetusmjörspopp eða saltstangir með hnetusmjöri. Bandaríkjamenn halda upp á hnetusmjörsdaginn 24. janúar ár hvert. Ég legg til að Íslendingar sláist í hóp með þessum ummálsmiklu frændum okkar og fagni þessu fituríka prótínmauki sem hnetusmjörið er. Sumir segja að það geri allan mat betri. Ég trúði því þangað til ég dýfði kleinu ofan í krukkuna, en einhver verður undantekningin að vera til að sanna regluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Að kremja hnetur, hita þær og kæla svo úr verður einhvers konar hnetusmjör hefur verið gert í hundruðir ára. Fyrsti maðurinn sem fékk einkaleyfi á einhvers konar gumsinu var hins vegar Kanadamaðurinn Marcellus Gilmore Edson árið 1884. Fjölmargir fengu svipaðar hugmyndir og árið 1903 setti læknirinn Ambrose Straub saman vél sem kramdi hnetur svo úr varð hnetusmjör. Tilgangur vélarinnar var reyndar að koma prótíni ofan í tannlaust gamalt fólk og doktor Straub gerði sér eflaust ekki í hugarlund hversu stórkostleg hugmynd þetta bragðgóða mauk var. Í hundrað grömmum af hreinu hnetusmjöri eru nefnilega rúm 25 grömm af prótíni og tæp 50 grömm af meinhollri hnetufitu. Orðatiltækið um drauminn í dósinni hefur aldrei átt betur við, þar sem ég vinn nú að því að þyngja mig, ekki létta, og smyr því hnetusmjörinu á flest sem ég læt ofan í mig. Ég hræri hnetusmjöri í hafragrautinn á morgnanna og dýfi bananum ofan í krukkuna fyrir æfingar. Eftir æfingar set ég vænan slurk af hnetusmjöri ofan í skyrið og í kaffitíma í vikunni prófaði ég að smyrja hnetusmjöri á kleinu. Það kom reyndar ekki út eins vel og það hljómaði og ekki nærri því eins vel og þegar erlent súkkulaðistykki fékk hnetusmjörsmeðferðina. Á kvöldin hvílir hnetusmjörskrukkan einmana inni í ísskáp og kallar á mig. Ég reyni að svara ekki kallinu, þar sem heilsuspekingar keppast við að hallmæla að maður borði fituríkan mat á kvöldin. Ég læt mig hins vegar dreyma um hnetusmjörspopp eða saltstangir með hnetusmjöri. Bandaríkjamenn halda upp á hnetusmjörsdaginn 24. janúar ár hvert. Ég legg til að Íslendingar sláist í hóp með þessum ummálsmiklu frændum okkar og fagni þessu fituríka prótínmauki sem hnetusmjörið er. Sumir segja að það geri allan mat betri. Ég trúði því þangað til ég dýfði kleinu ofan í krukkuna, en einhver verður undantekningin að vera til að sanna regluna.