Spennið beltin kæru farþegar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. september 2011 06:00 Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni. Ég fagnaði mikið þegar Iceland Express kom á markaðinn fyrst með sín lágu fargjöld. Loksins hafði opnast möguleiki fyrir meðaljón eins og mig á að komast út fyrir landsteinana. Ég flaug með þeim til London og þaðan eitthvert lengra út í heim, flaug til Köben fram og til baka margar ferðir og eitt sinn til Frankfurt. Nýtti mér líka að geta flogið milli Köben og Akureyrar. Ég held að ég geti nánast talið á fingrum annarrar handar þær ferðir sem ég fór með hinu félaginu eftir að Iceland Express kom til. Enda kostaði það mig hönd og löpp og höfuðið með. Jafnvel eftir að þeir fóru að bjóða tilboð og keppa við hið nýja félag, valdi ég frekar Iceland Express. Það hafði jú leyst mig úr fjötrum. Ég lenti heldur ekki í teljandi vandræðum framan af. Heyrði bara einhverjar hryllingssögur af seinkunum, skyndilegum breytingum á lendingarstað í miðri ferð, óvæntum millilendingum, þrengslum, biluðum sætum, matarskorti og upplýsingaskorti! En svo kom á endanum að því. Ég reyndi að láta það ekki á mig fá til að byrja með en klukkutímahangs á flugvöllum er ergjandi. Biluð sæti í fimm tíma flugi til Ameríku verða líka til að ergja mann svolítið og tilkynning frá flugstjóra, þegar allir eru sestir, að flogið verði fyrst til Kanada eftir eldsneyti, áður en flogið verði til New York er líka ergjandi. Fyrir flughrædda er ekkert grín þegar bætast við auka flugtak og lending, og talandi um flughræðslu. Hana þekkti ég ekki fyrr en eftir heimferð með Iceland Express í vél sem virtist hanga saman á lyginni einni saman. Áður gat ég ekki sofnað kvöldið fyrir ferðalag af spenningi, nú get ég ekki sofnað vegna hræðslu. Nýi forstjórinn lofaði bótum, sagðist ætla að bæta þjónustuna og seinkanir heyrðu sögunni til. „Þetta hætti í gær," sagði hann kokhraustur og það hnussaði í mér. Innst inni vona ég þó að honum takist það, því þrátt fyrir að hafa rænt mig ánægjunni við að fljúga var það nú einu sinni Iceland Express sem gerði mér það mögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni. Ég fagnaði mikið þegar Iceland Express kom á markaðinn fyrst með sín lágu fargjöld. Loksins hafði opnast möguleiki fyrir meðaljón eins og mig á að komast út fyrir landsteinana. Ég flaug með þeim til London og þaðan eitthvert lengra út í heim, flaug til Köben fram og til baka margar ferðir og eitt sinn til Frankfurt. Nýtti mér líka að geta flogið milli Köben og Akureyrar. Ég held að ég geti nánast talið á fingrum annarrar handar þær ferðir sem ég fór með hinu félaginu eftir að Iceland Express kom til. Enda kostaði það mig hönd og löpp og höfuðið með. Jafnvel eftir að þeir fóru að bjóða tilboð og keppa við hið nýja félag, valdi ég frekar Iceland Express. Það hafði jú leyst mig úr fjötrum. Ég lenti heldur ekki í teljandi vandræðum framan af. Heyrði bara einhverjar hryllingssögur af seinkunum, skyndilegum breytingum á lendingarstað í miðri ferð, óvæntum millilendingum, þrengslum, biluðum sætum, matarskorti og upplýsingaskorti! En svo kom á endanum að því. Ég reyndi að láta það ekki á mig fá til að byrja með en klukkutímahangs á flugvöllum er ergjandi. Biluð sæti í fimm tíma flugi til Ameríku verða líka til að ergja mann svolítið og tilkynning frá flugstjóra, þegar allir eru sestir, að flogið verði fyrst til Kanada eftir eldsneyti, áður en flogið verði til New York er líka ergjandi. Fyrir flughrædda er ekkert grín þegar bætast við auka flugtak og lending, og talandi um flughræðslu. Hana þekkti ég ekki fyrr en eftir heimferð með Iceland Express í vél sem virtist hanga saman á lyginni einni saman. Áður gat ég ekki sofnað kvöldið fyrir ferðalag af spenningi, nú get ég ekki sofnað vegna hræðslu. Nýi forstjórinn lofaði bótum, sagðist ætla að bæta þjónustuna og seinkanir heyrðu sögunni til. „Þetta hætti í gær," sagði hann kokhraustur og það hnussaði í mér. Innst inni vona ég þó að honum takist það, því þrátt fyrir að hafa rænt mig ánægjunni við að fljúga var það nú einu sinni Iceland Express sem gerði mér það mögulegt.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun