Telja að merkingar hækki ekki verð 1. október 2011 03:00 Repja Fjöldi matvælaframleiðenda um heim allan notar erfðabreytt hráefni í framleiðslu sína. norcidphotos/afp Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent