Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna 1. október 2011 06:30 Margrét kristmannsdóttir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira