Bókin um mömmu Sigurður Árni Þórðarson skrifar 4. október 2011 06:00 Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu. Við hjónin fórum að skoða bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert um móður sína. Þarna voru samankomnar bestu uppskriftir mömmunnar, úrval fjölskyldumynda og frásagnir af lífinu í uppvaxtarhúsinu. Við fengum innsýn í fjölskyldusögu, sem við þekktum ekki fyrir. Vinkona okkar gefur svo þessa fallegu elskugjöf þegar tilefni gefast, þegar hún vill veita af sínu hjartablóði og tjá þakklæti sitt. Mamma hennar er ekki dáin, en hún er á leið inn í Alzheimer-fjarlægðina. Í formálanum stóð að hvati bókarinnar væri íslenskur. Vinkona okkar hafði fengið að gjöf bók um íslenska mömmu, eldamennsku og líf hennar og sú bók hefði hrifið og hvatt til dáða. Þá varð norska mömmubókin til. Já, mikið rétt. Kona mín tók sig til þegar móðir hennar lést og safnaði uppskriftum hennar og fjölskyldumyndum frá ólíkum skeiðum. Svo skrifaði hún á blað minningar um mömmu sína, raðaði efni niður og minningarorðin úr kirkjunni eru þarna líka. Mamman var orðhnyttin og skemmtin og því fengu orðatiltæki hennar að vera neðst á öllum síðum. Þau eru upprifjandi og fyndin. Svo var vandað til umbrots og prentunar. Úr varð fallegt rit, sem kona mín hefur gefið stórfjölskyldunni, vinum sínum og hefur líka gefið þegar hún fer í boð. Þetta er bók gleði og þakklætis og kvennamenningar. Líf er virt, gjafmildi og elskusemi mömmunnar er tjáð – bókin um mömmu. Hvernig getum við lagt rækt við fjölskyldusögu okkar? Við segjum sögur af fólkinu okkar og efnum til ættarmóta. Við höldum veislur tengdar stórviðburðum ævinnar. Flest okkar hafa ærnar ástæður til að leggja rækt við foreldra og ástvini. Elskubækur um þetta fólk eru jafnvel langlífari en legsteinar á leiði. Áar og eddur fá þar með ásjónu, andlit og sögu, sem grjótið tjáir ekki. Minningarit um hin látnu eru góð og vinnsla ritsins getur hjálpað við sorgarúrvinnslu. Svo er kjörið að vinna svona rit meðan fólk lifir og jafnvel í samvinnu við það. Virðisauki þakka er meiri í eyra og auga en í minningargrein. Áttu pabba, mömmu eða ástvin, sem þig langar að bóka? Jólagjöfin í ár? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu. Við hjónin fórum að skoða bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert um móður sína. Þarna voru samankomnar bestu uppskriftir mömmunnar, úrval fjölskyldumynda og frásagnir af lífinu í uppvaxtarhúsinu. Við fengum innsýn í fjölskyldusögu, sem við þekktum ekki fyrir. Vinkona okkar gefur svo þessa fallegu elskugjöf þegar tilefni gefast, þegar hún vill veita af sínu hjartablóði og tjá þakklæti sitt. Mamma hennar er ekki dáin, en hún er á leið inn í Alzheimer-fjarlægðina. Í formálanum stóð að hvati bókarinnar væri íslenskur. Vinkona okkar hafði fengið að gjöf bók um íslenska mömmu, eldamennsku og líf hennar og sú bók hefði hrifið og hvatt til dáða. Þá varð norska mömmubókin til. Já, mikið rétt. Kona mín tók sig til þegar móðir hennar lést og safnaði uppskriftum hennar og fjölskyldumyndum frá ólíkum skeiðum. Svo skrifaði hún á blað minningar um mömmu sína, raðaði efni niður og minningarorðin úr kirkjunni eru þarna líka. Mamman var orðhnyttin og skemmtin og því fengu orðatiltæki hennar að vera neðst á öllum síðum. Þau eru upprifjandi og fyndin. Svo var vandað til umbrots og prentunar. Úr varð fallegt rit, sem kona mín hefur gefið stórfjölskyldunni, vinum sínum og hefur líka gefið þegar hún fer í boð. Þetta er bók gleði og þakklætis og kvennamenningar. Líf er virt, gjafmildi og elskusemi mömmunnar er tjáð – bókin um mömmu. Hvernig getum við lagt rækt við fjölskyldusögu okkar? Við segjum sögur af fólkinu okkar og efnum til ættarmóta. Við höldum veislur tengdar stórviðburðum ævinnar. Flest okkar hafa ærnar ástæður til að leggja rækt við foreldra og ástvini. Elskubækur um þetta fólk eru jafnvel langlífari en legsteinar á leiði. Áar og eddur fá þar með ásjónu, andlit og sögu, sem grjótið tjáir ekki. Minningarit um hin látnu eru góð og vinnsla ritsins getur hjálpað við sorgarúrvinnslu. Svo er kjörið að vinna svona rit meðan fólk lifir og jafnvel í samvinnu við það. Virðisauki þakka er meiri í eyra og auga en í minningargrein. Áttu pabba, mömmu eða ástvin, sem þig langar að bóka? Jólagjöfin í ár?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun