Skipta formreglur í lögum einhverju máli? Róbert R. Spanó skrifar 4. október 2011 07:00 Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu „óttalegir formalistar". Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi „sloppið á tækniatriðum", að dómstólar „hangi um of í forminu". En hvað býr að baki formreglum í lögunum? Af hverju skiptir máli að slíkum reglum sé fylgt? Að þessu sinni verður gerð tilraun til að útskýra mikilvægi formsins í lögfræðinni og sérstaklega vikið að formreglum við meðferð sakamála. Formið skiptir máli fyrir efniðRéttarreglur eru gjarnan flokkaðar með ýmsum hætti, t.d. í boð- og bannreglur eða í form- og efnisreglur. Formreglur eru reglur sem mæla fyrir um verklag sem stjórnvöld eiga að fylgja áður en þau taka ákvörðun, t.d. um að þeim beri að rannsaka mál og veita þeim einstaklingi sem málið varðar kost á að tjá sig. Slíkar reglur fjalla einnig um það hvernig ákæruvaldið á að undirbúa sakamál áður en það er höfðað fyrir dómi, t.d. um það hvernig ákæra á að vera úr garði gerð og hvernig afla má sönnunargagna. Efnisreglur ráða hins vegar endanlegri niðurstöðu máls. Þær mæla fyrir um þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt svo að viðurkennt verði að maður eigi tiltekinn rétt eða að hann þurfi að bera tiltekna skyldu. Ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp af ásetningi er efnisregla. Ákvæði stjórnsýslulaga um rannsókn máls er formregla. Tilgangur formreglna í lögum er ekki sá að gera það auðvelt fyrir lögfræðinga að tefja mál úr hófi eða gera það óþarflega flókið svo þeir geti makað krókinn. Formreglur hafa önnur og göfugri markmið. Meðal þeirra er að tryggja að ágreiningsmál sé þannig undirbúið að sem mestar líkur séu á að rétt efnisleg niðurstaða fáist. Formið skiptir því í reynd verulegu máli fyrir efnið. Ef formreglum er ekki fylgt skapast hætta á að niðurstaða máls verði efnislega röng. Á það einkum við þegar hið opinbera hefur í hyggju að beita mann valdi, t.d. við meðferð sakamála. Í slíkum málum er formreglum jafnframt ætlað að tryggja mannréttindi sakbornings. Togstreita á milli forms og efnis við meðferð sakamálaÁ undanförnum árum hefur sumum sakamálum lokið með því að ekki hefur verið leyst efnislega úr sakargiftum ákærða. Hefur málum þá verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Sem dæmi má nefna svokallað „olíusamráðsmál" þar sem máli var vísað frá á þeim forsendum að undirbúningur þess á rannsóknarstigi hefði verið ófullnægjandi. Einnig má nefna „Baugsmálið" svonefnda. Þar var máli upphaflega vísað frá dómi að hluta þar sem lýsing í ákæru á sakargiftum ákærðu var að mati Hæstaréttar ekki talin nægilega skýr. Um það hefur verið deilt hvort Hæstiréttur hafi í þessum málum gert óhóflegar kröfur til ákæruvaldsins um að formreglum laga um meðferð sakamála, svokölluðum réttarfarsreglum, væri fylgt. Það er grundvallarmarkmið laganna að úr ágreiningsmálum, þ. á m. sakamálum, sé leyst með réttum hætti. Þótt formreglum sé ætlað að tryggja að efnisleg niðurstaða verði rétt kann óhófleg áhersla á formið að koma í veg fyrir málalyktir. Það kann því að myndast togstreita á milli forms og efnis við úrlausn ágreiningsmála. Til frekari útskýringar og í dæmaskyni verður nú vikið nánar að kröfum sakamálalaga til efnis ákæru. Kröfur sakamálalaga til efnis ákæruÍ ákæru á að koma fram greinargóð lýsing á því hvað ákæruvaldið telur að ákærði hafi sér til sakar unnið. Þá kann ákæruvaldinu, ef þörf krefur, að vera skylt að setja fram í ákæru röksemdir þær sem málsóknin er byggð á. Tilgangur þessara formreglna er sá að ákærði fái alla möguleika á því að verja sig fyrir þeim ásökunum sem settar hafa verið fram. Hvernig getur maður varið sig ef hann veit ekki með vissu hverjar sakargiftirnar eru? Verkefni ákæruvaldsins við að orða ákæru getur verið vandmeðfarið, einkum í stórum og flóknum málum eða þegar á það reynir í fyrsta skipti hvort tiltekin háttsemi teljist refsiverð. Það er engin algild regla til um hvenær ákæra telst nægilega skýr til að úr máli verði leyst án þess að skerða rétt ákærða til að halda uppi vörnum. Kjarni málsins er þó sá að ekki má leika vafi á því um hvað ákærði er sakaður af hálfu ákæruvaldsins. Ef vafi er fyrir hendi verður að vera unnt að vísa máli frá dómi. Þegar það er gert er dómarinn ekki að „hanga í forminu" heldur að tryggja að ekki verði dæmt um sekt eða sýknu ákærða nema hann hafi átt kost á því að halda uppi vörnum. Besta leiðin til að mál sé nægilega upplýst áður en það er dæmt er að bæði ákæruvaldið fyrir hönd almennings og ákærði hafi fengið fullnægjandi tækifæri til að setja fram sínar hliðar á málinu. Krafan er hins vegar ekki sú að ákæra sé eins vel orðuð og hugsast getur, enda megi ákærða vera fullljóst hvað honum er gefið að sök. Vísi dómari máli samt sem áður frá má réttilega gagnrýna þá niðurstöðu. Jafnvægi milli forms og efnis við meðferð sakamálaÞað er verkefni dómstóla að tryggja ákveðið jafnvægi á milli forms og efnis við meðferð sakamála. Þar leikast annars vegar á hagsmunir almennings af því að þeir sem brjóta í reynd af sér sæti refsingu og hins vegar hagsmunir þeirra, sem sakaðir eru, um að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Dómarar mega ekki gera of miklar kröfur til formsins. Þeir mega þó heldur ekki láta hjá líða að vernda mannréttindi sakbornings með formreglum og tryggja að endanleg niðurstaða máls verði rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu „óttalegir formalistar". Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi „sloppið á tækniatriðum", að dómstólar „hangi um of í forminu". En hvað býr að baki formreglum í lögunum? Af hverju skiptir máli að slíkum reglum sé fylgt? Að þessu sinni verður gerð tilraun til að útskýra mikilvægi formsins í lögfræðinni og sérstaklega vikið að formreglum við meðferð sakamála. Formið skiptir máli fyrir efniðRéttarreglur eru gjarnan flokkaðar með ýmsum hætti, t.d. í boð- og bannreglur eða í form- og efnisreglur. Formreglur eru reglur sem mæla fyrir um verklag sem stjórnvöld eiga að fylgja áður en þau taka ákvörðun, t.d. um að þeim beri að rannsaka mál og veita þeim einstaklingi sem málið varðar kost á að tjá sig. Slíkar reglur fjalla einnig um það hvernig ákæruvaldið á að undirbúa sakamál áður en það er höfðað fyrir dómi, t.d. um það hvernig ákæra á að vera úr garði gerð og hvernig afla má sönnunargagna. Efnisreglur ráða hins vegar endanlegri niðurstöðu máls. Þær mæla fyrir um þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt svo að viðurkennt verði að maður eigi tiltekinn rétt eða að hann þurfi að bera tiltekna skyldu. Ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp af ásetningi er efnisregla. Ákvæði stjórnsýslulaga um rannsókn máls er formregla. Tilgangur formreglna í lögum er ekki sá að gera það auðvelt fyrir lögfræðinga að tefja mál úr hófi eða gera það óþarflega flókið svo þeir geti makað krókinn. Formreglur hafa önnur og göfugri markmið. Meðal þeirra er að tryggja að ágreiningsmál sé þannig undirbúið að sem mestar líkur séu á að rétt efnisleg niðurstaða fáist. Formið skiptir því í reynd verulegu máli fyrir efnið. Ef formreglum er ekki fylgt skapast hætta á að niðurstaða máls verði efnislega röng. Á það einkum við þegar hið opinbera hefur í hyggju að beita mann valdi, t.d. við meðferð sakamála. Í slíkum málum er formreglum jafnframt ætlað að tryggja mannréttindi sakbornings. Togstreita á milli forms og efnis við meðferð sakamálaÁ undanförnum árum hefur sumum sakamálum lokið með því að ekki hefur verið leyst efnislega úr sakargiftum ákærða. Hefur málum þá verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Sem dæmi má nefna svokallað „olíusamráðsmál" þar sem máli var vísað frá á þeim forsendum að undirbúningur þess á rannsóknarstigi hefði verið ófullnægjandi. Einnig má nefna „Baugsmálið" svonefnda. Þar var máli upphaflega vísað frá dómi að hluta þar sem lýsing í ákæru á sakargiftum ákærðu var að mati Hæstaréttar ekki talin nægilega skýr. Um það hefur verið deilt hvort Hæstiréttur hafi í þessum málum gert óhóflegar kröfur til ákæruvaldsins um að formreglum laga um meðferð sakamála, svokölluðum réttarfarsreglum, væri fylgt. Það er grundvallarmarkmið laganna að úr ágreiningsmálum, þ. á m. sakamálum, sé leyst með réttum hætti. Þótt formreglum sé ætlað að tryggja að efnisleg niðurstaða verði rétt kann óhófleg áhersla á formið að koma í veg fyrir málalyktir. Það kann því að myndast togstreita á milli forms og efnis við úrlausn ágreiningsmála. Til frekari útskýringar og í dæmaskyni verður nú vikið nánar að kröfum sakamálalaga til efnis ákæru. Kröfur sakamálalaga til efnis ákæruÍ ákæru á að koma fram greinargóð lýsing á því hvað ákæruvaldið telur að ákærði hafi sér til sakar unnið. Þá kann ákæruvaldinu, ef þörf krefur, að vera skylt að setja fram í ákæru röksemdir þær sem málsóknin er byggð á. Tilgangur þessara formreglna er sá að ákærði fái alla möguleika á því að verja sig fyrir þeim ásökunum sem settar hafa verið fram. Hvernig getur maður varið sig ef hann veit ekki með vissu hverjar sakargiftirnar eru? Verkefni ákæruvaldsins við að orða ákæru getur verið vandmeðfarið, einkum í stórum og flóknum málum eða þegar á það reynir í fyrsta skipti hvort tiltekin háttsemi teljist refsiverð. Það er engin algild regla til um hvenær ákæra telst nægilega skýr til að úr máli verði leyst án þess að skerða rétt ákærða til að halda uppi vörnum. Kjarni málsins er þó sá að ekki má leika vafi á því um hvað ákærði er sakaður af hálfu ákæruvaldsins. Ef vafi er fyrir hendi verður að vera unnt að vísa máli frá dómi. Þegar það er gert er dómarinn ekki að „hanga í forminu" heldur að tryggja að ekki verði dæmt um sekt eða sýknu ákærða nema hann hafi átt kost á því að halda uppi vörnum. Besta leiðin til að mál sé nægilega upplýst áður en það er dæmt er að bæði ákæruvaldið fyrir hönd almennings og ákærði hafi fengið fullnægjandi tækifæri til að setja fram sínar hliðar á málinu. Krafan er hins vegar ekki sú að ákæra sé eins vel orðuð og hugsast getur, enda megi ákærða vera fullljóst hvað honum er gefið að sök. Vísi dómari máli samt sem áður frá má réttilega gagnrýna þá niðurstöðu. Jafnvægi milli forms og efnis við meðferð sakamálaÞað er verkefni dómstóla að tryggja ákveðið jafnvægi á milli forms og efnis við meðferð sakamála. Þar leikast annars vegar á hagsmunir almennings af því að þeir sem brjóta í reynd af sér sæti refsingu og hins vegar hagsmunir þeirra, sem sakaðir eru, um að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Dómarar mega ekki gera of miklar kröfur til formsins. Þeir mega þó heldur ekki láta hjá líða að vernda mannréttindi sakbornings með formreglum og tryggja að endanleg niðurstaða máls verði rétt.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun