Hendum ekki hefðunum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. október 2011 06:00 Borgarráð hefur samþykkt tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Þær hafa tekið verulegum breytingum frá upphaflegri gerð, flestum til batnaðar. Þannig dettur Bezta flokknum, Samfylkingunni og Vinstri grænum ekki lengur í hug að reyna að banna jólaföndrið eða helgileikina, eins og upphaflegar tillögur gerðu ráð fyrir, eða að börnum sé gefið frí til að fara í fermingarfræðsluferðir. Ekki á heldur að úthýsa prestum úr áfallahjálp í skólum eins og lagt var upp með í byrjun. Það er sjálfsagt að til séu viðmið og reglur um samstarf trúfélaga og skóla. Flestir ættu að geta verið sammála því grundvallaratriði að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs. Yfir 90 prósent Íslendinga aðhyllast kristna trú, sem er fyrir vikið samofin allri okkar menningu og siðum, en gæta þarf að rétti þeirra sem hafa aðra trú eða enga. Það er til dæmis ekki hægt að skikka fólk til kirkjuferðar og sjálfsagt að til séu viðmið um hvað það gerir þá annað á meðan. Reglurnar sem borgarráð samþykkti ganga hins vegar lengra en nauðsynlegt er til að tryggja rétt minnihlutans. Bjarni Karlsson, sóknarprestur og varaborgarfulltrúi, nefndi í grein hér í blaðinu í fyrradag þrennt sem hann telur að þurfi að ræða áður en nýju reglurnar verða endurskoðaðar að ári liðnu. Það er í fyrsta lagi bann við að húsnæði skóla sé samnýtt með söfnuðum, þótt sjálfsagt þyki að veita skátum, íþróttafélögum og tónskólum aðgang að því. Í öðru lagi bann við þeirri grónu hefð að Gídeonfélagið færi tíu ára börnum Nýja testamentið að gjöf. Í þriðja lagi ákvæði um að börn eigi bara að fylgjast með ef þau fara í kirkju, en taki ekki þátt í helgisiðum og athöfnum. Þetta eru réttmætar athugasemdir. Víða í hverfum borgarinnar er áralöng hefð fyrir samstarfi kirkju og skóla og ófáir söfnuðir hófu starf sitt í skólahúsnæði á meðan kirkjuna vantaði. Víða vinna kirkjur og skólar þétt saman að æskulýðs- og forvarnarstarfi. Það er gott og brýtur ekki á réttindum nokkurs manns. Eins og Bjarni bendir á er gjöf Gídeonfélagsins ekki síður af menningarlegum toga en trúarlegum. Enginn skilur íslenzka menningu án þess að kunna skil á Biblíunni, enda er það krafa í aðalnámsskrá grunnskóla. Og það ætti að taka því jafnvel ef einhver vildi gefa skólabörnum Kóraninn eða Talmúd. Svo er alveg fráleitt að börn eigi bara að standa og horfa á í kirkjuferðum. Hefðbundnar kirkjuferðir, til dæmis um jól, byggjast á þátttöku í helgihaldi; sálmasöng, bænum og öðru því sem tilheyrir. Þetta er falleg og góð hefð og á að halda sér. Þeir sem vilja ekki vera með geta fengið önnur verkefni á vegum skólans. Reynsla á eftir að komast á hinar nýju reglur borgarinnar. Ef niðurstaðan verður sú að í raun er verið að kasta fyrir róða gömlum og góðum hefðum í skólastarfinu er rétt að sá yfirgnæfandi meirihluti, sem aðhyllist kristna trú og hefur ekkert út á samstarf kirkju og skóla að setja, láti rækilega í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Borgarráð hefur samþykkt tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Þær hafa tekið verulegum breytingum frá upphaflegri gerð, flestum til batnaðar. Þannig dettur Bezta flokknum, Samfylkingunni og Vinstri grænum ekki lengur í hug að reyna að banna jólaföndrið eða helgileikina, eins og upphaflegar tillögur gerðu ráð fyrir, eða að börnum sé gefið frí til að fara í fermingarfræðsluferðir. Ekki á heldur að úthýsa prestum úr áfallahjálp í skólum eins og lagt var upp með í byrjun. Það er sjálfsagt að til séu viðmið og reglur um samstarf trúfélaga og skóla. Flestir ættu að geta verið sammála því grundvallaratriði að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs. Yfir 90 prósent Íslendinga aðhyllast kristna trú, sem er fyrir vikið samofin allri okkar menningu og siðum, en gæta þarf að rétti þeirra sem hafa aðra trú eða enga. Það er til dæmis ekki hægt að skikka fólk til kirkjuferðar og sjálfsagt að til séu viðmið um hvað það gerir þá annað á meðan. Reglurnar sem borgarráð samþykkti ganga hins vegar lengra en nauðsynlegt er til að tryggja rétt minnihlutans. Bjarni Karlsson, sóknarprestur og varaborgarfulltrúi, nefndi í grein hér í blaðinu í fyrradag þrennt sem hann telur að þurfi að ræða áður en nýju reglurnar verða endurskoðaðar að ári liðnu. Það er í fyrsta lagi bann við að húsnæði skóla sé samnýtt með söfnuðum, þótt sjálfsagt þyki að veita skátum, íþróttafélögum og tónskólum aðgang að því. Í öðru lagi bann við þeirri grónu hefð að Gídeonfélagið færi tíu ára börnum Nýja testamentið að gjöf. Í þriðja lagi ákvæði um að börn eigi bara að fylgjast með ef þau fara í kirkju, en taki ekki þátt í helgisiðum og athöfnum. Þetta eru réttmætar athugasemdir. Víða í hverfum borgarinnar er áralöng hefð fyrir samstarfi kirkju og skóla og ófáir söfnuðir hófu starf sitt í skólahúsnæði á meðan kirkjuna vantaði. Víða vinna kirkjur og skólar þétt saman að æskulýðs- og forvarnarstarfi. Það er gott og brýtur ekki á réttindum nokkurs manns. Eins og Bjarni bendir á er gjöf Gídeonfélagsins ekki síður af menningarlegum toga en trúarlegum. Enginn skilur íslenzka menningu án þess að kunna skil á Biblíunni, enda er það krafa í aðalnámsskrá grunnskóla. Og það ætti að taka því jafnvel ef einhver vildi gefa skólabörnum Kóraninn eða Talmúd. Svo er alveg fráleitt að börn eigi bara að standa og horfa á í kirkjuferðum. Hefðbundnar kirkjuferðir, til dæmis um jól, byggjast á þátttöku í helgihaldi; sálmasöng, bænum og öðru því sem tilheyrir. Þetta er falleg og góð hefð og á að halda sér. Þeir sem vilja ekki vera með geta fengið önnur verkefni á vegum skólans. Reynsla á eftir að komast á hinar nýju reglur borgarinnar. Ef niðurstaðan verður sú að í raun er verið að kasta fyrir róða gömlum og góðum hefðum í skólastarfinu er rétt að sá yfirgnæfandi meirihluti, sem aðhyllist kristna trú og hefur ekkert út á samstarf kirkju og skóla að setja, láti rækilega í sér heyra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun