Pistillinn: Gefðu boltann! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2011 07:00 Hólmfríður var lítið í því að gefa boltann gegn Glasgow. Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs. Innlendar Pistillinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs.
Innlendar Pistillinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira