Harmsaga að málinu hafi ekki verið svarað strax 12. október 2011 06:00 Karl Sigurbjörnsson þjóðkirkjan Biskupsstofa sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar viðtals við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur á sunnudagskvöld. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla, hvorki fyrir né eftir að yfirlýsingarnar voru sendar út. Í yfirlýsingu frá biskupi segir meðal annars að viðtalið hafi vakið upp mikla sorg, reiði og harm í huga þjóðarinnar og framkoma Guðrúnar Ebbu hafi vakið aðdáun vegna þess kjarks, virðingar og yfirvegunar sem hún sýndi. „Við erum öll í sársaukafullu lærdómsferli. Það er harmsefni að erindi Guðrúnar Ebbu til Kirkjuráðs 2009 hafi ekki verið svarað strax skriflega og hefur biskup beðist afsökunar á því í ræðu og riti og persónulega. Það skal þó skýrt tekið fram að vangá við skráningu erindis hennar hafði ekki áhrif á málsmeðferðina,“ segir í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af Karli, Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, vígslubiskupi á Hólum, og Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskupi í Skálholti. Kristján Valur vill ekki tjá sig persónulega um málið að öðru leyti en því sem fram kom í yfirlýsingunni. „Sem hluti af biskupsembættinu tel ég að ég eigi ekki að tjá mig ef biskup Íslands hefur ákveðið að tjá sig ekki að öðru leyti en í gegnum fréttatilkynningu,“ segir Kristján Valur. „Þessi mál eru í farvegi. Mér finnst það ekki á nokkurn hátt tímabært að tjá mig meira.“ Spurður hvort hann telji að Karl Sigurbjörnsson eigi að segja af sér svarar Kristján Valur: „Biskup á allavega ekki að segja af sér fyrir það sem Ólafur Skúlason hefur gert.“ Ekki náðist í Jón Aðalstein Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum. - sv Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
þjóðkirkjan Biskupsstofa sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar viðtals við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur á sunnudagskvöld. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla, hvorki fyrir né eftir að yfirlýsingarnar voru sendar út. Í yfirlýsingu frá biskupi segir meðal annars að viðtalið hafi vakið upp mikla sorg, reiði og harm í huga þjóðarinnar og framkoma Guðrúnar Ebbu hafi vakið aðdáun vegna þess kjarks, virðingar og yfirvegunar sem hún sýndi. „Við erum öll í sársaukafullu lærdómsferli. Það er harmsefni að erindi Guðrúnar Ebbu til Kirkjuráðs 2009 hafi ekki verið svarað strax skriflega og hefur biskup beðist afsökunar á því í ræðu og riti og persónulega. Það skal þó skýrt tekið fram að vangá við skráningu erindis hennar hafði ekki áhrif á málsmeðferðina,“ segir í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af Karli, Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, vígslubiskupi á Hólum, og Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskupi í Skálholti. Kristján Valur vill ekki tjá sig persónulega um málið að öðru leyti en því sem fram kom í yfirlýsingunni. „Sem hluti af biskupsembættinu tel ég að ég eigi ekki að tjá mig ef biskup Íslands hefur ákveðið að tjá sig ekki að öðru leyti en í gegnum fréttatilkynningu,“ segir Kristján Valur. „Þessi mál eru í farvegi. Mér finnst það ekki á nokkurn hátt tímabært að tjá mig meira.“ Spurður hvort hann telji að Karl Sigurbjörnsson eigi að segja af sér svarar Kristján Valur: „Biskup á allavega ekki að segja af sér fyrir það sem Ólafur Skúlason hefur gert.“ Ekki náðist í Jón Aðalstein Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum. - sv
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira