Fimm bestu Abba-lögin 13. október 2011 10:00 Abba. Óttarr Proppé. 1. Watch Out Þetta lag er frá því snemma á ferlinum þegar þau í ABBA héldu ennþá að þau væru glam-hljómsveit með Björn sem forsöngvara. Gítarlikkið grúvar eins og flottasta ZZ Top, Björn gargar eins og Rod Stewart á góðum votviðrisdegi og stelpurnar bæta svo inn allsvakalegum rokköskrum. Það flottasta í laginu er mjög langt rokköskur frá Agnethu sem er klippt á, mjög snögglega, á akkúrat réttu augnabliki.2.Take a Chance on Me Línan í bakröddunum í upphafi lagsins nær mér alltaf; „Take a chance, Take a Chance, Take a, Take a, Chance, Chance". Svona textagerð er skandinavískari en ákavíti. Í hvert skipti sem ég heyri þessa byrjun þá rifja ég ósjálfrátt upp allt lagið á methraða og fæ síðan nostalgíuhroll við að hlusta á það klárast á rauntíma.3.Knowing Me, Knowing You Sannar það ásamt Dancing Queen af sömu plötu að ABBA-liðar höfðu náð fullkomnu valdi á diskóforminu. Hér er líka að farið að heyrast í þessari tregafullu eftirsjá sem er bæði klén og sönn og er stór hluti af ABBA-galdrinum.4.Lay All Your Love On Me Frábær diskóslagari og með því „evrópskasta" sem ABBA gerði, allavega hljómagangurinn. Hef alltaf séð fyrir mér að þetta gæti verið lag með Kraftwerk ef þeir væru með trommara og söngkonur og væru ekki töff. Sé strákana frá Düsseldorf alltaf fyrir mér að hlusta á þetta lag í hraðlest að næturlagi. Er handviss um að það hafi einhvern tímann gerst og þá hafi Kraftwerk sett upp alveg sérstaklega töff svip.5.Like an Angel Passing Through My Room Sennilega tregafyllsta ABBA-lagið enda síðasta lagið á The Visitors sem var síðasta platan. Nær einsdæmi að hljómsveit gefi upp öndina með reisn. Rytminn er keyrður áfram á tifi í vekjaraklukku og röddin í Fridu er tekin upp alveg hrein og mjög nálæg í mixinu. Söngur að handan, enda hljómsveitin öll þegar við hin fengum að heyra þetta á plötu. Harmageddon Tónlist Mest lesið Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon
Óttarr Proppé. 1. Watch Out Þetta lag er frá því snemma á ferlinum þegar þau í ABBA héldu ennþá að þau væru glam-hljómsveit með Björn sem forsöngvara. Gítarlikkið grúvar eins og flottasta ZZ Top, Björn gargar eins og Rod Stewart á góðum votviðrisdegi og stelpurnar bæta svo inn allsvakalegum rokköskrum. Það flottasta í laginu er mjög langt rokköskur frá Agnethu sem er klippt á, mjög snögglega, á akkúrat réttu augnabliki.2.Take a Chance on Me Línan í bakröddunum í upphafi lagsins nær mér alltaf; „Take a chance, Take a Chance, Take a, Take a, Chance, Chance". Svona textagerð er skandinavískari en ákavíti. Í hvert skipti sem ég heyri þessa byrjun þá rifja ég ósjálfrátt upp allt lagið á methraða og fæ síðan nostalgíuhroll við að hlusta á það klárast á rauntíma.3.Knowing Me, Knowing You Sannar það ásamt Dancing Queen af sömu plötu að ABBA-liðar höfðu náð fullkomnu valdi á diskóforminu. Hér er líka að farið að heyrast í þessari tregafullu eftirsjá sem er bæði klén og sönn og er stór hluti af ABBA-galdrinum.4.Lay All Your Love On Me Frábær diskóslagari og með því „evrópskasta" sem ABBA gerði, allavega hljómagangurinn. Hef alltaf séð fyrir mér að þetta gæti verið lag með Kraftwerk ef þeir væru með trommara og söngkonur og væru ekki töff. Sé strákana frá Düsseldorf alltaf fyrir mér að hlusta á þetta lag í hraðlest að næturlagi. Er handviss um að það hafi einhvern tímann gerst og þá hafi Kraftwerk sett upp alveg sérstaklega töff svip.5.Like an Angel Passing Through My Room Sennilega tregafyllsta ABBA-lagið enda síðasta lagið á The Visitors sem var síðasta platan. Nær einsdæmi að hljómsveit gefi upp öndina með reisn. Rytminn er keyrður áfram á tifi í vekjaraklukku og röddin í Fridu er tekin upp alveg hrein og mjög nálæg í mixinu. Söngur að handan, enda hljómsveitin öll þegar við hin fengum að heyra þetta á plötu.
Harmageddon Tónlist Mest lesið Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon