Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi 14. október 2011 06:00 Heræfing á Keflavíkurflugvelli Brotthvarf Bandaríkjahers hefur skilið öryggismál á Íslandi eftir í nokkurri óvissu, að mati sænska hersins.fréttablaðið/GVA Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira