Nei, ha, hvað var ég að gera? Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 20. október 2011 07:00 Athyglisbrestur er …að vera á kassa í búð en veskið varð eftir heima. Að hafa ekki græna glóru um hvert pin-númerið á kortinu er. Eða bara vera á kassanum og reyna að borga með ökuskírteininu. Athyglisbrestur er endurtekning hversdagsins, óður til gullfiska. Mánudagur: Hvar eru lyklarnir mínir og vettlingarnir? Þriðjudagur: Hvar eru lyklarnir og vettlingarnir? Miðvikudagur: Obbobbb, nú vantar ekki bara lyklana heldur gleymdist gemsinn á eldhúsborðinu. Fimmtudagur: Ach so, það var þetta með þessa bannsettans lykla… Athyglisbrestur er ekki einungis fyrir ráðvillta karlmenn og orkumikla stráka í yfirfullum bekk. Athyglisbrestur er að gleyma að dekkið á hjólinu er sprungið, gleyma þvotti í þvottavélinni, gleyma að hlaða símann, gleyma að hringja til baka, setjast ofan á gleraugun, eyða ítrekað formúu í illa sniðna sundboli til útleigu á sundstöðum eftir að sundfötin gleymdust heima. Athyglisbrestur er að skreyta líkamann skipulega með marblettum. Rekast utan í alla hurðarkarma í augsýn, horn á borðum og skápum. Athyglisbrestur er tilraun í veirufræði: Að gleyma nesti í vösum og skúffum og finna fenginn þegar hann er tekinn að skríða sjálfur fram í dagsljósið. Að vera alltaf jafnbjartsýn þegar banana er stungið ofan í tösku en finna hann síðar sprunginn í frumeindir, horfa hugsandi á bananaslímið yfir öllu og hugsa: Ah, já, alveg rétt. Athyglisbrestur býður upp á alls kyns undarlegheit. Að setjast ofan á tyggjó og skutla uppáhaldsbuxunum í frysti í mötuneyti til að ná slummunni úr – en gleyma buxunum og ranka ekki við sér fyrr en tveimur vikum síðar. Ó, var frystirinn risavaxin kjötgeymsla og er tyggjóið núna dottið úr en buxurnar ónýtar vegna viðurstyggilegs óþefs af frystu kjötblóði? Athyglisbrestur er helsi en líka hamingja. Honum fylgir oft eiginleiki til að ná ofureinbeitingu í tengslum við ákveðna hluti. Athyglisbrestur er að segja hinu ómögulega stríð á hendur. Að hringja í flugfélag til að afpanta flug sem þegar er farið. Að horfa stolt á köku bakast inni í ofni og finna síðan helminginn af þurrefnunum enn á eldhúsbekknum. Athyglisbrestur er að sulla olíu á gólfið, stíga ofan í hana án þess að taka eftir því og spora eldhúsgólfið út. Vera lengi að þrífa. Fara óvart í sömu sokkabuxurnar daginn eftir – og spora í þetta sinn út alla íbúðina. Athyglisbrestur er … oft ansi hressandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun
Athyglisbrestur er …að vera á kassa í búð en veskið varð eftir heima. Að hafa ekki græna glóru um hvert pin-númerið á kortinu er. Eða bara vera á kassanum og reyna að borga með ökuskírteininu. Athyglisbrestur er endurtekning hversdagsins, óður til gullfiska. Mánudagur: Hvar eru lyklarnir mínir og vettlingarnir? Þriðjudagur: Hvar eru lyklarnir og vettlingarnir? Miðvikudagur: Obbobbb, nú vantar ekki bara lyklana heldur gleymdist gemsinn á eldhúsborðinu. Fimmtudagur: Ach so, það var þetta með þessa bannsettans lykla… Athyglisbrestur er ekki einungis fyrir ráðvillta karlmenn og orkumikla stráka í yfirfullum bekk. Athyglisbrestur er að gleyma að dekkið á hjólinu er sprungið, gleyma þvotti í þvottavélinni, gleyma að hlaða símann, gleyma að hringja til baka, setjast ofan á gleraugun, eyða ítrekað formúu í illa sniðna sundboli til útleigu á sundstöðum eftir að sundfötin gleymdust heima. Athyglisbrestur er að skreyta líkamann skipulega með marblettum. Rekast utan í alla hurðarkarma í augsýn, horn á borðum og skápum. Athyglisbrestur er tilraun í veirufræði: Að gleyma nesti í vösum og skúffum og finna fenginn þegar hann er tekinn að skríða sjálfur fram í dagsljósið. Að vera alltaf jafnbjartsýn þegar banana er stungið ofan í tösku en finna hann síðar sprunginn í frumeindir, horfa hugsandi á bananaslímið yfir öllu og hugsa: Ah, já, alveg rétt. Athyglisbrestur býður upp á alls kyns undarlegheit. Að setjast ofan á tyggjó og skutla uppáhaldsbuxunum í frysti í mötuneyti til að ná slummunni úr – en gleyma buxunum og ranka ekki við sér fyrr en tveimur vikum síðar. Ó, var frystirinn risavaxin kjötgeymsla og er tyggjóið núna dottið úr en buxurnar ónýtar vegna viðurstyggilegs óþefs af frystu kjötblóði? Athyglisbrestur er helsi en líka hamingja. Honum fylgir oft eiginleiki til að ná ofureinbeitingu í tengslum við ákveðna hluti. Athyglisbrestur er að segja hinu ómögulega stríð á hendur. Að hringja í flugfélag til að afpanta flug sem þegar er farið. Að horfa stolt á köku bakast inni í ofni og finna síðan helminginn af þurrefnunum enn á eldhúsbekknum. Athyglisbrestur er að sulla olíu á gólfið, stíga ofan í hana án þess að taka eftir því og spora eldhúsgólfið út. Vera lengi að þrífa. Fara óvart í sömu sokkabuxurnar daginn eftir – og spora í þetta sinn út alla íbúðina. Athyglisbrestur er … oft ansi hressandi!
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun