Menning

Ótrúlegar vinsældir Gamlingjans

Sænska bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf hefur selst í sjö þúsund eintökum á Íslandi.
Sænska bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf hefur selst í sjö þúsund eintökum á Íslandi.
Páll Valsson þýddi bókina.
„Þetta er einsdæmi og þetta er met," segir Erla Björg Gunnarsdóttir, kynningarstýra Forlagsins.

Bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson, hefur slegið í gegn á Íslandi. Bókin hefur fengið góða umsögn gagnrýnenda og hjá Forlaginu muna menn ekki eftir annarri eins sölu. Þriðja prentun er komin í verslanir en ekki eru nema þrjár vikur liðnar síðan bókin kom út. Erla Björg segir að alls hafi sjö þúsund bækur selst út af lager Forlagsins og samtals hafa 8.500 eintök nú verið prentuð.

„Menn sem hafa verið í bransanum ansi lengi muna ekki eftir annarri eins sölu á nokkurri bók á slíkum mettíma," segir Erla Björg um bókina sem Páll Valsson þýddi. -hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×