Flökraði við þæfðri ull 27. október 2011 11:00 Auður Karitas Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira