Tilraunir á nýrri plötu 27. október 2011 07:00 Allar plötur Hjálma eru komnar út á vínyl og það mun einnig eiga við um þá nýjustu. "Þetta er langbesta platan," segir Guðmundur Kristinn Jónsson, best þekktur sem Kiddi í Hjálmum, um nýja plötu hljómsveitarinnar sem átti að koma út í dag en tafðist í framleiðslu og kemur út 1. nóvember. Platan heitir Órar og er sú fimmta í röðinni, ef frá eru taldar safn- og tónleikaplötur. Stíll Hjálma hefur verið í stöðugri þróun frá því að fyrsta platan kom út fyrir sjö árum. Kiddi telur að á Órum sé hljómsveitin þó að taka stærsta stökkið sem hún hefur tekið á milli platna. "Það er alltaf einhver þróun í gangi, en ég held að það hafi aldrei verið jafn mikil þróun á milli platna," segir hann. "Gömlu plöturnar eru teknar upp hráar. Bara bandið að spila. Þessi plata er meira unnin, búið að eiga við hljóminn og fikta í trommunum. Í rauninni búið að vinna meira í hverju lagi. Sumir koma til með að fíla það og aðrir ekki. Það eru líka lög á plötunni sem eru hefðbundnari. En við vorum að leika okkur og prófa." En af hverju að byrja á þessari tilraunamennsku núna? "Við vorum náttúrulega að gera fimmtu plötuna," segir Kiddi og það má heyra á honum að það hafi einfaldlega verið tími til kominn. "Það hafa verið mannabreytingar í bandinu og við það breytist hljómurinn. En núna erum við búnir að vera lengi saman, þessi hópur. Bandið er komið í jafnvægi. Það var orðið svo auðvelt að gera gamla Hjálmaplötu, eins og við höfðum gert þær. Við vildum gera eitthvað sem við kunnum ekki. Það er alltaf skemmtilegt." Tilraunir Hjálma eru greinilegar í báðum lögunum af Órum sem hafa fengið að óma í útvarpi. Í gegnum móðuna kom út í sumar. Það byrjar sem rólegt reggí áður en það breytist í hálfgerðan teknóbræðing. "Þá var ýtt á stopp á upptökunni og ákveðið að setja trommuheila í gang," útskýrir Kiddi. "Við vorum ekki vissir um það, en við vorum búnir að prufa að taka lagið upp nokkrum sinnum og ákváðum að setja bara trommuheilann í gang."Hjálmar stungu sjálfir upp á því að taka myndirnar í Lucky-plötubúðinni á Hverfisgötu.Í nýja laginu, hinu hressa Ég teikna stjörnu, leika Hjálmarnir sér með hljóðgervla á hátt sem hefur ekki heyrst frá þeim áður. Ástæðan fyrir því er einföld. Þeir voru vanir að kaupa jarðbundnari hljóðfæri að sögn Kidda en eru byrjaðir að safna hljóðgervlum og vildu einfaldlega prófa að nota þá. Útkoman er stórskemmtileg. Kiddi er viss í sinni sök þegar hann segir nýju plötuna þá bestu. "Ég get viðurkennt að þegar síðasta plata kom út var ég ekki viss. Núna er ég viss. Ég fíla þetta og finnst þetta flott þróun. Svo er fyndið að platan Ferðasót, sem mér þykir einna vænst um, er minnsta partíplatan og fékk langverstu dómana. En ég held að hún lifi af alla dómana. Það eru mörg alveg ofboðslega sterk lög á henni. Það er svo fyndið að tíminn sér um að dæma þetta." Allar Hjálmaplöturnar eru komnar út á vínyl og það mun einnig eiga við um þá nýjustu. En hvernig stendur á því að meðlimir Hjálma eru með þetta vínylblæti? "Hann lifir þetta af. Sérstaklega þegar við förum út að spila, þá selst hann alltaf fyrst. Hann er svolítið þyngri að ferðast með. Ég er mjög ánægður með að allar Hjálmaplöturnar séu komnar út á vínyl. Það er alltaf einhver sjarmi yfir fortíðinni. Ég fór á nýju myndina hans Woody Allen um daginn, þar tekur hann aðeins á þessu. Mjög skemmtilegt. Það hefði verið gaman að vera uppi á öðrum tíma." Hjálmar koma fram á Græna hattinum um helgina og halda síðan útgáfutónleika í Háskólabíói 26. nóvember. Harmageddon Tónlist Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon
"Þetta er langbesta platan," segir Guðmundur Kristinn Jónsson, best þekktur sem Kiddi í Hjálmum, um nýja plötu hljómsveitarinnar sem átti að koma út í dag en tafðist í framleiðslu og kemur út 1. nóvember. Platan heitir Órar og er sú fimmta í röðinni, ef frá eru taldar safn- og tónleikaplötur. Stíll Hjálma hefur verið í stöðugri þróun frá því að fyrsta platan kom út fyrir sjö árum. Kiddi telur að á Órum sé hljómsveitin þó að taka stærsta stökkið sem hún hefur tekið á milli platna. "Það er alltaf einhver þróun í gangi, en ég held að það hafi aldrei verið jafn mikil þróun á milli platna," segir hann. "Gömlu plöturnar eru teknar upp hráar. Bara bandið að spila. Þessi plata er meira unnin, búið að eiga við hljóminn og fikta í trommunum. Í rauninni búið að vinna meira í hverju lagi. Sumir koma til með að fíla það og aðrir ekki. Það eru líka lög á plötunni sem eru hefðbundnari. En við vorum að leika okkur og prófa." En af hverju að byrja á þessari tilraunamennsku núna? "Við vorum náttúrulega að gera fimmtu plötuna," segir Kiddi og það má heyra á honum að það hafi einfaldlega verið tími til kominn. "Það hafa verið mannabreytingar í bandinu og við það breytist hljómurinn. En núna erum við búnir að vera lengi saman, þessi hópur. Bandið er komið í jafnvægi. Það var orðið svo auðvelt að gera gamla Hjálmaplötu, eins og við höfðum gert þær. Við vildum gera eitthvað sem við kunnum ekki. Það er alltaf skemmtilegt." Tilraunir Hjálma eru greinilegar í báðum lögunum af Órum sem hafa fengið að óma í útvarpi. Í gegnum móðuna kom út í sumar. Það byrjar sem rólegt reggí áður en það breytist í hálfgerðan teknóbræðing. "Þá var ýtt á stopp á upptökunni og ákveðið að setja trommuheila í gang," útskýrir Kiddi. "Við vorum ekki vissir um það, en við vorum búnir að prufa að taka lagið upp nokkrum sinnum og ákváðum að setja bara trommuheilann í gang."Hjálmar stungu sjálfir upp á því að taka myndirnar í Lucky-plötubúðinni á Hverfisgötu.Í nýja laginu, hinu hressa Ég teikna stjörnu, leika Hjálmarnir sér með hljóðgervla á hátt sem hefur ekki heyrst frá þeim áður. Ástæðan fyrir því er einföld. Þeir voru vanir að kaupa jarðbundnari hljóðfæri að sögn Kidda en eru byrjaðir að safna hljóðgervlum og vildu einfaldlega prófa að nota þá. Útkoman er stórskemmtileg. Kiddi er viss í sinni sök þegar hann segir nýju plötuna þá bestu. "Ég get viðurkennt að þegar síðasta plata kom út var ég ekki viss. Núna er ég viss. Ég fíla þetta og finnst þetta flott þróun. Svo er fyndið að platan Ferðasót, sem mér þykir einna vænst um, er minnsta partíplatan og fékk langverstu dómana. En ég held að hún lifi af alla dómana. Það eru mörg alveg ofboðslega sterk lög á henni. Það er svo fyndið að tíminn sér um að dæma þetta." Allar Hjálmaplöturnar eru komnar út á vínyl og það mun einnig eiga við um þá nýjustu. En hvernig stendur á því að meðlimir Hjálma eru með þetta vínylblæti? "Hann lifir þetta af. Sérstaklega þegar við förum út að spila, þá selst hann alltaf fyrst. Hann er svolítið þyngri að ferðast með. Ég er mjög ánægður með að allar Hjálmaplöturnar séu komnar út á vínyl. Það er alltaf einhver sjarmi yfir fortíðinni. Ég fór á nýju myndina hans Woody Allen um daginn, þar tekur hann aðeins á þessu. Mjög skemmtilegt. Það hefði verið gaman að vera uppi á öðrum tíma." Hjálmar koma fram á Græna hattinum um helgina og halda síðan útgáfutónleika í Háskólabíói 26. nóvember.
Harmageddon Tónlist Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon