Ótvíræður árangur hjá ríkisstjórninni 29. október 2011 03:30 Steingrímur J. sigfússon Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira