Er lögreglu heimilt að hlera samtöl fólks án vitundar þess? Róbert Spanó skrifar 1. nóvember 2011 06:00 Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað. Að þessu sinni verður leitast við að útskýra hvaða reglur gilda um heimildir lögreglu til að hlusta á samtöl fólks án vitundar þess. Þá verður farið nokkrum orðum um það hvort ástæða sé til að gera athugasemdir við núverandi fyrirkomulag með tilliti til réttaröryggis. Reglur sakamálalaga um símahlustunSamkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu heimilt að taka upp samtöl eða nema annars konar hljóð eða merki með því að nota til þess sérstaka tækni án þess að þeir sem í hlut eiga viti af því. Þessi aðgerð nefnist „símahlustun" á lagamáli. Skilyrði fyrir þessari aðgerð eru þau að ástæða sé til að ætla að upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, fáist með þeim hætti. Þá verður rannsókn að beinast að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi ellegar að ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess. Lögreglu er ekki heimilt að ákveða upp á sitt einsdæmi hvort þessi skilyrði séu uppfyllt. Henni er ávallt skylt að leita úrskurðar dómara áður en símahlustun á sér stað. Gera verður ráð fyrir því að kröfugerð lögreglu sé rökstudd og að með henni fylgi rannsóknargögn henni til stuðnings. Hvernig er gætt hagsmuna þess sem er hleraður?Í dönskum og norskum lögum er kveðið á um að í hvert skipti sem lögregla biður um heimild til símahlustunar fyrir dómi skuli skipa talsmann til að gæta hagsmuna þess sem aðgerð á að beinast gegn. Með því móti þyki réttaröryggi betur tryggt. Hér á landi var farin önnur leið. Ekki er gert ráð fyrir því að sérstakur talsmaður sé skipaður. Lögreglustjórum er hins vegar skylt að tilkynna þeim sem aðgerðin beindist gegn um hana svo fljótt sem verða má, þó þannig að það skaði ekki frekari rannsókn málsins. Ríkissaksóknari á að fylgjast með því að lögreglustjórar sinni þessari skyldu sinni. Núverandi fyrirkomulag með tilliti til rannsóknarhagsmuna og réttaröryggisÁ því leikur enginn vafi að símahlustun getur verið öflugt tæki til rannsóknar í sakamáli. Því er nauðsynlegt að lögregla hafi slíkt úrræði tiltækt ef rík þörf krefur. Það er aftur á móti í samræmi við grundvallarreglu stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs að lögreglu sé alltaf skylt að leita dómsúrskurðar þegar hún telur þörf á símahlustun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það í hversu mörgum tilvikum dómarar hafa hafnað kröfum lögreglu. Slíkar upplýsingar eru þó nauðsynlegar til að fært sé að leggja heildstætt mat á gildandi fyrirkomulag. Jafnframt má benda á eftirfarandi atriði sem eru umhugsunarverð eins og framkvæmd mála er nú háttað: Í fyrsta lagi liggur t.d. fyrir að mörg þeirra brota sem eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara varða að hámarki sex ára fangelsi, s.s. umboðssvik og markaðsmisnotkun. Embættið þarf því að sýna dómara fram á að heimild til símahlustunar sé nauðsynleg þar sem „ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess". Ekki er miklar leiðbeiningar að finna í lögunum sjálfum um hvernig dómarar skuli beita þessu víðtæka mati. Úrskurður héraðsdóms, þar sem fallist er á símahlustun, sætir auk þess ekki endurskoðun í Hæstarétti þar sem enginn er til að kæra úrskurðinn. Í öðru lagi hefði hugsanlega verið betra að sérstakur talsmaður úr hópi lögmanna hefði verið skipaður til að gæta hagsmuna þess sem í hlut á. Í greinargerð með sakamálalögum er þeim rökum teflt fram gegn þessu fyrirkomulagi að skipun talsmanns feli í reynd í sér „falskt öryggi sem bæti litlu sem engu við aðkomu sjálfstæðs og óvilhalls dómara að málinu". Um þessa afstöðu má ef til vill deila. Skipun talsmanns kann að auka réttaröryggi og þarf ekki að vera til málamynda þótt málsmeðferð fyrir dómi verði að taka stuttan tíma. Þá verður ekki séð að slík leið skaði rannsóknarhagsmuni, enda talsmaður bundinn þagnarskyldu. Ítreka ber að bæði Danir og Norðmenn hafa farið þá leið. Í þriðja lagi er lögreglustjóra skylt þegar símahlustun er lokið að tilkynna þeim sem í hlut á um hana svo fljótt sem verða má. Lögreglustjóri má þó fresta tilkynningu, telji hann að hún geti skaðað frekari rannsókn máls. Mikilvægt er að öflugt eftirlit sé með því hvort og þá hvernig þessi undanþáguheimild er nýtt. Það hlutverk hefur ríkissaksóknari nú á hendi. Í nýju hefti Tímarits lögfræðinga upplýsir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að vegna fjárskorts hafi embættið þó lítið getað sinnt þessu sérstaka eftirliti í þágu aukins réttaröryggis. Almannahagsmunir og réttaröryggiÁvallt er togstreita á milli almannahagsmuna af því að refsiverð brot séu upplýst og réttaröryggis þeirra sem rannsókn beinist að. Símahlustun getur verið alvarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs. Slík aðgerð kann þó að vera nauðsynleg í þágu rannsóknar máls og vera mikilvægt tæki til að koma lögum yfir þá sem það eiga skilið. Afar brýnt er hins vegar að viðhalda eðlilegu jafnvægi á milli þessara sjónarmiða við framkvæmd aðgerðarinnar. Með það í huga kann að vera þörf á því að huga að þeim sjónarmiðum sem að framan eru rakin. Þar skiptir verulegu máli að eftirlit ríkissaksóknara með símahlustun lögreglu sé eflt sem allra fyrst. Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað. Að þessu sinni verður leitast við að útskýra hvaða reglur gilda um heimildir lögreglu til að hlusta á samtöl fólks án vitundar þess. Þá verður farið nokkrum orðum um það hvort ástæða sé til að gera athugasemdir við núverandi fyrirkomulag með tilliti til réttaröryggis. Reglur sakamálalaga um símahlustunSamkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu heimilt að taka upp samtöl eða nema annars konar hljóð eða merki með því að nota til þess sérstaka tækni án þess að þeir sem í hlut eiga viti af því. Þessi aðgerð nefnist „símahlustun" á lagamáli. Skilyrði fyrir þessari aðgerð eru þau að ástæða sé til að ætla að upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, fáist með þeim hætti. Þá verður rannsókn að beinast að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi ellegar að ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess. Lögreglu er ekki heimilt að ákveða upp á sitt einsdæmi hvort þessi skilyrði séu uppfyllt. Henni er ávallt skylt að leita úrskurðar dómara áður en símahlustun á sér stað. Gera verður ráð fyrir því að kröfugerð lögreglu sé rökstudd og að með henni fylgi rannsóknargögn henni til stuðnings. Hvernig er gætt hagsmuna þess sem er hleraður?Í dönskum og norskum lögum er kveðið á um að í hvert skipti sem lögregla biður um heimild til símahlustunar fyrir dómi skuli skipa talsmann til að gæta hagsmuna þess sem aðgerð á að beinast gegn. Með því móti þyki réttaröryggi betur tryggt. Hér á landi var farin önnur leið. Ekki er gert ráð fyrir því að sérstakur talsmaður sé skipaður. Lögreglustjórum er hins vegar skylt að tilkynna þeim sem aðgerðin beindist gegn um hana svo fljótt sem verða má, þó þannig að það skaði ekki frekari rannsókn málsins. Ríkissaksóknari á að fylgjast með því að lögreglustjórar sinni þessari skyldu sinni. Núverandi fyrirkomulag með tilliti til rannsóknarhagsmuna og réttaröryggisÁ því leikur enginn vafi að símahlustun getur verið öflugt tæki til rannsóknar í sakamáli. Því er nauðsynlegt að lögregla hafi slíkt úrræði tiltækt ef rík þörf krefur. Það er aftur á móti í samræmi við grundvallarreglu stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs að lögreglu sé alltaf skylt að leita dómsúrskurðar þegar hún telur þörf á símahlustun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það í hversu mörgum tilvikum dómarar hafa hafnað kröfum lögreglu. Slíkar upplýsingar eru þó nauðsynlegar til að fært sé að leggja heildstætt mat á gildandi fyrirkomulag. Jafnframt má benda á eftirfarandi atriði sem eru umhugsunarverð eins og framkvæmd mála er nú háttað: Í fyrsta lagi liggur t.d. fyrir að mörg þeirra brota sem eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara varða að hámarki sex ára fangelsi, s.s. umboðssvik og markaðsmisnotkun. Embættið þarf því að sýna dómara fram á að heimild til símahlustunar sé nauðsynleg þar sem „ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess". Ekki er miklar leiðbeiningar að finna í lögunum sjálfum um hvernig dómarar skuli beita þessu víðtæka mati. Úrskurður héraðsdóms, þar sem fallist er á símahlustun, sætir auk þess ekki endurskoðun í Hæstarétti þar sem enginn er til að kæra úrskurðinn. Í öðru lagi hefði hugsanlega verið betra að sérstakur talsmaður úr hópi lögmanna hefði verið skipaður til að gæta hagsmuna þess sem í hlut á. Í greinargerð með sakamálalögum er þeim rökum teflt fram gegn þessu fyrirkomulagi að skipun talsmanns feli í reynd í sér „falskt öryggi sem bæti litlu sem engu við aðkomu sjálfstæðs og óvilhalls dómara að málinu". Um þessa afstöðu má ef til vill deila. Skipun talsmanns kann að auka réttaröryggi og þarf ekki að vera til málamynda þótt málsmeðferð fyrir dómi verði að taka stuttan tíma. Þá verður ekki séð að slík leið skaði rannsóknarhagsmuni, enda talsmaður bundinn þagnarskyldu. Ítreka ber að bæði Danir og Norðmenn hafa farið þá leið. Í þriðja lagi er lögreglustjóra skylt þegar símahlustun er lokið að tilkynna þeim sem í hlut á um hana svo fljótt sem verða má. Lögreglustjóri má þó fresta tilkynningu, telji hann að hún geti skaðað frekari rannsókn máls. Mikilvægt er að öflugt eftirlit sé með því hvort og þá hvernig þessi undanþáguheimild er nýtt. Það hlutverk hefur ríkissaksóknari nú á hendi. Í nýju hefti Tímarits lögfræðinga upplýsir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að vegna fjárskorts hafi embættið þó lítið getað sinnt þessu sérstaka eftirliti í þágu aukins réttaröryggis. Almannahagsmunir og réttaröryggiÁvallt er togstreita á milli almannahagsmuna af því að refsiverð brot séu upplýst og réttaröryggis þeirra sem rannsókn beinist að. Símahlustun getur verið alvarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs. Slík aðgerð kann þó að vera nauðsynleg í þágu rannsóknar máls og vera mikilvægt tæki til að koma lögum yfir þá sem það eiga skilið. Afar brýnt er hins vegar að viðhalda eðlilegu jafnvægi á milli þessara sjónarmiða við framkvæmd aðgerðarinnar. Með það í huga kann að vera þörf á því að huga að þeim sjónarmiðum sem að framan eru rakin. Þar skiptir verulegu máli að eftirlit ríkissaksóknara með símahlustun lögreglu sé eflt sem allra fyrst. Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun