Hita upp fyrir veigamestu jazzveislu Íslendinga erlendis 2. nóvember 2011 13:00 Gítarleikarinn Ómar hitar upp fyrir Barbican Center á Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld. Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16. Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16.
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira