Tíminn senn á þrotum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. nóvember 2011 06:00 Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira. Þetta eru fyrirtæki sem bankarnir hafa yfirtekið vegna rekstrarörðugleika og enn ekki komið af höndum sér. Löggjafinn ætlast þó til þess að bankarnir hraði því að endurskipuleggja fyrirtæki og koma þeim í hendur nýrra eigenda. Þannig var lögum breytt í fyrra og kveðið á um að bankarnir megi ekki eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri lengur en í ár. Sú takmörkun tók gildi um mitt ár í fyrra. Síðan þá hafa bankarnir sótt um undanþágu til Fjármálaeftirlitsins til að fá að eiga 68 fyrirtæki lengur, eða um helming af þeim fyrirtækjum sem þeir ráða yfir. Allar undanþágurnar hafa verið samþykktar. Eins og fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins er samkeppnisstaðan á mörgum mikilvægum mörkuðum skökk vegna mikilla umsvifa bankanna. Mörg fyrirtæki sem stóðu betur en þau sem bankarnir yfirtóku telja sig nú vera í óþolandi stöðu þar sem bankarnir hafi afskrifað skuldir og jafnvel lagt inn eiginfé hjá „sínum“ fyrirtækjum en gangi fast eftir því að keppinautarnir standi í skilum. Það er skiljanlegt að bankarnir vilji fá sem bezt verð fyrir fyrirtæki sem þeir hafa neyðzt til að yfirtaka. Því sjónarmiði verður þó ekki sýndur endalaus skilningur. Því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun meiri er skaðinn fyrir frjálsa samkeppni og þar með hagsmuni neytenda. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að með því að samþykkja allar undanþágubeiðnir bankanna væru þau skilaboð send út á markaðinn að hagsmunir bankanna nytu vafans, ekki hagsmunir neytenda eða samkeppnismarkaðar. Þetta er rétt athugað. Þó bendir ýmislegt til að eftirlitsstofnanir hyggist ekki umbera núverandi ástand mikið lengur. Þannig beinir Samkeppniseftirlitið nú í vaxandi mæli athygli sinni að eignarhaldi og/eða yfirráðum banka yfir fyrirtækjum á samkeppnismarkaði. Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, síðastliðinn miðvikudag sagði Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, að stofnunin færi fljótlega að taka á málinu. „Ef þetta ferli dregst mikið lengur, án þess að við fáum góðar skýringar á því, þá gæti það leitt til þess að við beittum viðurlögum. Það gæti verið allt frá dagsektarferli í hærri eiginfjárkröfur,“ sagði Gunnar. Eftirlitsstofnanirnar gera rétt í því að anda niður um hálsmálið á bönkunum. Endurskipulagningin hefur tekið of langan tíma. Nú hlýtur hann að fara að renna út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun
Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira. Þetta eru fyrirtæki sem bankarnir hafa yfirtekið vegna rekstrarörðugleika og enn ekki komið af höndum sér. Löggjafinn ætlast þó til þess að bankarnir hraði því að endurskipuleggja fyrirtæki og koma þeim í hendur nýrra eigenda. Þannig var lögum breytt í fyrra og kveðið á um að bankarnir megi ekki eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri lengur en í ár. Sú takmörkun tók gildi um mitt ár í fyrra. Síðan þá hafa bankarnir sótt um undanþágu til Fjármálaeftirlitsins til að fá að eiga 68 fyrirtæki lengur, eða um helming af þeim fyrirtækjum sem þeir ráða yfir. Allar undanþágurnar hafa verið samþykktar. Eins og fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins er samkeppnisstaðan á mörgum mikilvægum mörkuðum skökk vegna mikilla umsvifa bankanna. Mörg fyrirtæki sem stóðu betur en þau sem bankarnir yfirtóku telja sig nú vera í óþolandi stöðu þar sem bankarnir hafi afskrifað skuldir og jafnvel lagt inn eiginfé hjá „sínum“ fyrirtækjum en gangi fast eftir því að keppinautarnir standi í skilum. Það er skiljanlegt að bankarnir vilji fá sem bezt verð fyrir fyrirtæki sem þeir hafa neyðzt til að yfirtaka. Því sjónarmiði verður þó ekki sýndur endalaus skilningur. Því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun meiri er skaðinn fyrir frjálsa samkeppni og þar með hagsmuni neytenda. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að með því að samþykkja allar undanþágubeiðnir bankanna væru þau skilaboð send út á markaðinn að hagsmunir bankanna nytu vafans, ekki hagsmunir neytenda eða samkeppnismarkaðar. Þetta er rétt athugað. Þó bendir ýmislegt til að eftirlitsstofnanir hyggist ekki umbera núverandi ástand mikið lengur. Þannig beinir Samkeppniseftirlitið nú í vaxandi mæli athygli sinni að eignarhaldi og/eða yfirráðum banka yfir fyrirtækjum á samkeppnismarkaði. Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, síðastliðinn miðvikudag sagði Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, að stofnunin færi fljótlega að taka á málinu. „Ef þetta ferli dregst mikið lengur, án þess að við fáum góðar skýringar á því, þá gæti það leitt til þess að við beittum viðurlögum. Það gæti verið allt frá dagsektarferli í hærri eiginfjárkröfur,“ sagði Gunnar. Eftirlitsstofnanirnar gera rétt í því að anda niður um hálsmálið á bönkunum. Endurskipulagningin hefur tekið of langan tíma. Nú hlýtur hann að fara að renna út.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun