Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna 8. nóvember 2011 09:00 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent