Kvartað yfir verndun og nýtingu á náttúru - fréttaskýring 8. nóvember 2011 05:30 þjórsárver Verði drögin samþykkt óbreytt verða Þjórsárver gerð að griðlandi. Það þýðir að ekki verður af Norðlingaölduveitu.fréttablaðið/vilhelm Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira