Auðvelt val Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu. Víkurskarð liggur í 325 metra hæð yfir sjó og þar verða vond veður á vetrum. Til samanburðar liggur Hellisheiði 50 metrum hærra yfir sjó en skarðið og þar verða veður líka oft vond. Enda höfum við margsinnis fengið fréttir í sjónvarpi og útvarpi af hröktum vegfarendum sem leita þurftu skjóls á Litlu kaffistofunni í blindbyl. „Voðalegt veðravíti er þetta, og svona rétt við borgarmörkin,“ gætu einhverjir sagt. En veður breytast á skömmum tíma, sérstaklega á fjöllum. Ég hef fjasað um þetta áður hér í blaðinu, enda afar spennt fyrir því að göngin verði grafin. Þá var mér bent á að Víkurskarð væri með fallegri akstursleiðum og get svo sem tekið undir það. Brekkan er brött vestur af og þaðan er fallegt að sjá Eyjafjörðinn opnast spegilsléttan á sólríkum sumardegi, og vetrardegi líka, ef maður vogar sér að hafa augun af flughálum veginum. Skarðið er alls ekki árennilegt á veturna. Ég hringdi að gamni í Vegagerðina í gær og spurði hversu oft Víkurskarð væri lokað á vetrum. Þar var slegið, með fyrirvara þó, á viku til tíu daga á vetri á moksturstíma, sem er milli klukkan 7 og 22. Skarðið væri þó miklu oftar ófært á nóttunni, eftir að mokstri væri hætt á kvöldin og það kæmi hvergi fram í tölum. Að gamni heyrði ég líka í björgunarsveitarmanni á Svalbarðsströnd sem sagði sveitina Tý hafa farið í þrjú útköll síðasta vetur upp á Víkurskarð. Í hittiðfyrra, eða veturinn þar áður, voru útköllin 10 til 12! Fleiri björgunarsveitir starfa á svæðinu, sem ég reikna með að hafi líka farið í útköll. Þá eru ótaldar ferðirnar sem sjálfstæðir verktakar með öflug snjómoksturstæki fara þegar flutningabílarnir festast í brekkunum. Ég hef engar áhyggjur af því að veggjöldin þvælist fyrir þeim sem erindi eiga um skarðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu. Víkurskarð liggur í 325 metra hæð yfir sjó og þar verða vond veður á vetrum. Til samanburðar liggur Hellisheiði 50 metrum hærra yfir sjó en skarðið og þar verða veður líka oft vond. Enda höfum við margsinnis fengið fréttir í sjónvarpi og útvarpi af hröktum vegfarendum sem leita þurftu skjóls á Litlu kaffistofunni í blindbyl. „Voðalegt veðravíti er þetta, og svona rétt við borgarmörkin,“ gætu einhverjir sagt. En veður breytast á skömmum tíma, sérstaklega á fjöllum. Ég hef fjasað um þetta áður hér í blaðinu, enda afar spennt fyrir því að göngin verði grafin. Þá var mér bent á að Víkurskarð væri með fallegri akstursleiðum og get svo sem tekið undir það. Brekkan er brött vestur af og þaðan er fallegt að sjá Eyjafjörðinn opnast spegilsléttan á sólríkum sumardegi, og vetrardegi líka, ef maður vogar sér að hafa augun af flughálum veginum. Skarðið er alls ekki árennilegt á veturna. Ég hringdi að gamni í Vegagerðina í gær og spurði hversu oft Víkurskarð væri lokað á vetrum. Þar var slegið, með fyrirvara þó, á viku til tíu daga á vetri á moksturstíma, sem er milli klukkan 7 og 22. Skarðið væri þó miklu oftar ófært á nóttunni, eftir að mokstri væri hætt á kvöldin og það kæmi hvergi fram í tölum. Að gamni heyrði ég líka í björgunarsveitarmanni á Svalbarðsströnd sem sagði sveitina Tý hafa farið í þrjú útköll síðasta vetur upp á Víkurskarð. Í hittiðfyrra, eða veturinn þar áður, voru útköllin 10 til 12! Fleiri björgunarsveitir starfa á svæðinu, sem ég reikna með að hafi líka farið í útköll. Þá eru ótaldar ferðirnar sem sjálfstæðir verktakar með öflug snjómoksturstæki fara þegar flutningabílarnir festast í brekkunum. Ég hef engar áhyggjur af því að veggjöldin þvælist fyrir þeim sem erindi eiga um skarðið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun