Herðir eftirlit með hlerunum 9. nóvember 2011 09:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir. Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss
Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira