Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi 9. nóvember 2011 08:00 Golfvöllur GKG í leirdal Örvasalir og Öldusalir eru berskjaldaðir fyrir feilhöggum kylfinga á velli GKG í Leirdal. Planta á trjám til að verja byggðina.Fréttablaðið/Anton Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent