Segja 2010-börn fá inni næsta ár 9. nóvember 2011 05:00 Í leikskóla Stefnt er að því að koma öllum börnum í 2010-árgangi inn á leikskóla í Reykjavík á næsta ári. Fréttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira