Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters 10. nóvember 2011 11:00 SPURNINGAR 1. Hefurðu aflýst tónleikum vegna eymsla í hálsi?2. Hljómsveitarrútan bilar á ferð um mið-Evrópu. Hvað gerir þú?3. Hvenær varstu síðast handtekinn?4. Áttu óskilgetin afkvæmi í fleiri en fimm sýslum á Íslandi?5. Ertu með nafn fyrrverandi elskhuga húðflúrað á þig?6. Allir eiga leðurjakka, en átt þú leðurbuxur?7. Ertu með númerið hjá Helga Björns í símanum þínum?8. Myndirðu semja lag fyrir ímyndarauglýsingu NATÓ gegn ríflegri greiðslu?9. Í kvikmynd um líf þitt, hvaða leikstjóri væri rétti maðurinn í starfið?10. Björn Jörundur splæsir á barnum, hvað færðu þér?SVÖRAgnes Björt Andradóttir söngkona Sykurs 1. Ég hef aldrei aflýst tónleikum þrátt fyrir að hafa alveg misst röddina sko. Þá læt ég bara einhvern stíga ofan á löppina á mér svo ég öskri á sviðinu eins og alvöru rokkstjarna. (1 stig) 2. Ég hringi í Johnny-boy vin minn í Mið-Evrópu, fæ mér bjór og kíki í partí. (1 stig) 3. Það var þegar ég var að rífa kjaft við lögguna á Seyðisfirði í denn, alveg árið 2006 þegar ég var kolklikkaður unglingur. (1 stig) 4. Ja, ég hef ekki tölu yfir þetta. Þú verður eiginlega bara að hringja í Jimmy Page. Hann er með þetta á blaði. (1 stig) 5. Ég er með allt stafrófið húðflúrað á hægri rasskinnina svo ég þurfi ekki að lenda í neinu veseni, þú veist. (1 stig) 6. Nei en ef mig langar að ganga í leðurbuxum fer ég bara nakin út því mitt skinn er mitt flottasta leður. (1 stig) 7. Nei, Helgi Björns er með númerið mitt. (1 stig) 8. Ef ég myndi fá geggjað mikinn pening fyrir það myndi ég senda eitthvað gamalt Eurovision-lag og ljúga að ég hefði samið það. (0 stig) 9. Chet Baker myndi gera það því hann var sönn rokkstjarna og myndi kunna á‘etta. (1 stig) 10. Ég fæ mér þrefaldan Jack í kók og læt Júdas skyrpa ofan í það. (1 stig)SVÖRNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men 1. Nei, hef aldrei aflýst tónleikum. Í sumar spilaði ég samt í annarlegasta ástandi sem ég hef verið í, nýkomin úr hressum túr um Ísland með Agent Fresco og Lockerbie þar sem var töluvert sukk og við enduðum föstudagskvöldið á svaka sveittum tónleikum á Ellefunni. Daginn eftir spiluðum við í Dillon-garðinum og ég haltraði upp á svið því Raggi ákvað að fella mig kvöldið áður og röddin nánast farin. (1 stig) 2. Sko, pabbi er bifvélavirki svo þetta er í blóðinu. Ég redda málunum. (1 stig) 3. Ég hef aldrei verið handtekin, þeir hafa aldrei náð mér. (1 stig) 4. Það voru þessir 45 mánuðir af meðgöngu sem ég bara man ekkert eftir, hver veit hvað ég var að bralla. (1 stig) 5. Ef ég vissi nú bara hvað þeir hétu, ég er svo gleymin. (1 stig) 6. Nei, en ég var einu sinni goth. Svo ég á svaka fínar gaddaólar. (0 stig) 7. Ég get ekki átt síma í meira en 5 mínútur svo ég er með svona alls 5 númer. Það eru samt nokkrir Helgi Björns á ja.is og núna veit ég númerið hjá þeim öllum. (0 stig) 8. Ekki séns. (1 stig) 9. Wes Anderson myndi fá starfið og síðan kæmi Peter Jackson inn til að að gera allt epískt. (1 stig) 10. Ég segi við Björn að hann fengi mörg rokkstig ef hann splæsti tequila á alla á barnum. Svo verður svaka partí. (1 stig)NIÐURSTAÐA : AGNES 9 STIG NANNA 8 STIG Harmageddon Tónlist Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Yfirleitt ekki verið að drepa samkynhneigða Harmageddon Þegar Loftur spjallaði við Harmageddon Harmageddon
SPURNINGAR 1. Hefurðu aflýst tónleikum vegna eymsla í hálsi?2. Hljómsveitarrútan bilar á ferð um mið-Evrópu. Hvað gerir þú?3. Hvenær varstu síðast handtekinn?4. Áttu óskilgetin afkvæmi í fleiri en fimm sýslum á Íslandi?5. Ertu með nafn fyrrverandi elskhuga húðflúrað á þig?6. Allir eiga leðurjakka, en átt þú leðurbuxur?7. Ertu með númerið hjá Helga Björns í símanum þínum?8. Myndirðu semja lag fyrir ímyndarauglýsingu NATÓ gegn ríflegri greiðslu?9. Í kvikmynd um líf þitt, hvaða leikstjóri væri rétti maðurinn í starfið?10. Björn Jörundur splæsir á barnum, hvað færðu þér?SVÖRAgnes Björt Andradóttir söngkona Sykurs 1. Ég hef aldrei aflýst tónleikum þrátt fyrir að hafa alveg misst röddina sko. Þá læt ég bara einhvern stíga ofan á löppina á mér svo ég öskri á sviðinu eins og alvöru rokkstjarna. (1 stig) 2. Ég hringi í Johnny-boy vin minn í Mið-Evrópu, fæ mér bjór og kíki í partí. (1 stig) 3. Það var þegar ég var að rífa kjaft við lögguna á Seyðisfirði í denn, alveg árið 2006 þegar ég var kolklikkaður unglingur. (1 stig) 4. Ja, ég hef ekki tölu yfir þetta. Þú verður eiginlega bara að hringja í Jimmy Page. Hann er með þetta á blaði. (1 stig) 5. Ég er með allt stafrófið húðflúrað á hægri rasskinnina svo ég þurfi ekki að lenda í neinu veseni, þú veist. (1 stig) 6. Nei en ef mig langar að ganga í leðurbuxum fer ég bara nakin út því mitt skinn er mitt flottasta leður. (1 stig) 7. Nei, Helgi Björns er með númerið mitt. (1 stig) 8. Ef ég myndi fá geggjað mikinn pening fyrir það myndi ég senda eitthvað gamalt Eurovision-lag og ljúga að ég hefði samið það. (0 stig) 9. Chet Baker myndi gera það því hann var sönn rokkstjarna og myndi kunna á‘etta. (1 stig) 10. Ég fæ mér þrefaldan Jack í kók og læt Júdas skyrpa ofan í það. (1 stig)SVÖRNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men 1. Nei, hef aldrei aflýst tónleikum. Í sumar spilaði ég samt í annarlegasta ástandi sem ég hef verið í, nýkomin úr hressum túr um Ísland með Agent Fresco og Lockerbie þar sem var töluvert sukk og við enduðum föstudagskvöldið á svaka sveittum tónleikum á Ellefunni. Daginn eftir spiluðum við í Dillon-garðinum og ég haltraði upp á svið því Raggi ákvað að fella mig kvöldið áður og röddin nánast farin. (1 stig) 2. Sko, pabbi er bifvélavirki svo þetta er í blóðinu. Ég redda málunum. (1 stig) 3. Ég hef aldrei verið handtekin, þeir hafa aldrei náð mér. (1 stig) 4. Það voru þessir 45 mánuðir af meðgöngu sem ég bara man ekkert eftir, hver veit hvað ég var að bralla. (1 stig) 5. Ef ég vissi nú bara hvað þeir hétu, ég er svo gleymin. (1 stig) 6. Nei, en ég var einu sinni goth. Svo ég á svaka fínar gaddaólar. (0 stig) 7. Ég get ekki átt síma í meira en 5 mínútur svo ég er með svona alls 5 númer. Það eru samt nokkrir Helgi Björns á ja.is og núna veit ég númerið hjá þeim öllum. (0 stig) 8. Ekki séns. (1 stig) 9. Wes Anderson myndi fá starfið og síðan kæmi Peter Jackson inn til að að gera allt epískt. (1 stig) 10. Ég segi við Björn að hann fengi mörg rokkstig ef hann splæsti tequila á alla á barnum. Svo verður svaka partí. (1 stig)NIÐURSTAÐA : AGNES 9 STIG NANNA 8 STIG
Harmageddon Tónlist Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Yfirleitt ekki verið að drepa samkynhneigða Harmageddon Þegar Loftur spjallaði við Harmageddon Harmageddon