Papademos leiðir Grikki 11. nóvember 2011 00:30 Verður forsætisráðherra Lúkas Papademos og þriggja flokka bráðabirgðastjórn hans taka formlega við völdum í dag.nordicphotos/AFP „Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú. Hann fær nú það erfiða verkefni að hrinda í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum sem fylgja björgunarpakka Evrópusambandsins. Stjórn Papandreús hraktist frá völdum ekki síst vegna þess að henni tókst ekki að ná samstöðu á þingi um þessar sömu aðhaldsaðgerðir, en nú er forysta stjórnarandstöðunnar komin til liðs við stjórnina og ætlar að tryggja framgang þeirra. Papademos segist ætla að leggja alla áherslu á að halda Grikklandi áfram inni á evrusvæðinu. „Þátttaka lands okkar í evrusvæðinu tryggir peningalegan stöðugleika landsins,“ sagði hann í gær og bætti því við að evran myndi auðvelda aðlögun gríska hagkerfisins andspænis þeim erfiðleikum sem enn blöstu við. Papademos verður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar þriggja flokka af hægri og vinstri væng stjórnmálanna, sósíalistaflokksins Pasok, íhaldsflokksins Nýs lýðræðis, og lítils þjóðernisflokks af hægri vængnum sem nefnist Laos. Leiðtogar þessara þriggja flokka hafa átt erfitt með að komast að samkomulagi um það hver verði forsætisráðherra, en niðurstaðan varð sú að Papademos yrði fyrir valinu. Papademos var seðlabankastjóri Grikklands frá 1994 til 2002, en þá tók hann við sem aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins. Því starfi gegndi hann þangað til á síðasta ári, þegar Papandreú kallaði hann heim til að aðstoða sig við glímuna við ríkisskuldirnar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú. Hann fær nú það erfiða verkefni að hrinda í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum sem fylgja björgunarpakka Evrópusambandsins. Stjórn Papandreús hraktist frá völdum ekki síst vegna þess að henni tókst ekki að ná samstöðu á þingi um þessar sömu aðhaldsaðgerðir, en nú er forysta stjórnarandstöðunnar komin til liðs við stjórnina og ætlar að tryggja framgang þeirra. Papademos segist ætla að leggja alla áherslu á að halda Grikklandi áfram inni á evrusvæðinu. „Þátttaka lands okkar í evrusvæðinu tryggir peningalegan stöðugleika landsins,“ sagði hann í gær og bætti því við að evran myndi auðvelda aðlögun gríska hagkerfisins andspænis þeim erfiðleikum sem enn blöstu við. Papademos verður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar þriggja flokka af hægri og vinstri væng stjórnmálanna, sósíalistaflokksins Pasok, íhaldsflokksins Nýs lýðræðis, og lítils þjóðernisflokks af hægri vængnum sem nefnist Laos. Leiðtogar þessara þriggja flokka hafa átt erfitt með að komast að samkomulagi um það hver verði forsætisráðherra, en niðurstaðan varð sú að Papademos yrði fyrir valinu. Papademos var seðlabankastjóri Grikklands frá 1994 til 2002, en þá tók hann við sem aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins. Því starfi gegndi hann þangað til á síðasta ári, þegar Papandreú kallaði hann heim til að aðstoða sig við glímuna við ríkisskuldirnar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira