Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist 11. nóvember 2011 07:00 Flutningaskipið Alma í togi Myndin er tekin frá Hoffelli SU 80, sem dró skipið í land. Það var mál allra sem komu að aðgerðinni að hætta hefði verið töluverð, eins og alltaf við þessar aðstæður.mynd/gunnar hlynur óskarsson Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira