Komið til að vera, knúzið Gerður Kristný skrifar 21. nóvember 2011 06:00 Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson eitt sinn á bloggsíðuna sína. Hann var málfræðingur og femínisti, búsettur í Svíþjóð. Hann hikaði ekki við að láta í sér heyra þegar hann hnaut um kynjamisrétti og sendi þá fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu uppvís að slíku skorinorð bréf og krafðist svara. Eljan var einstök og vakti oft aðdáun netvina hans, þar á meðal mín. Gunnar Hrafn lést við köfun í sumar aðeins 35 ára gamall. Hann reyndist hafa of stórt hjarta. Orðið „femínisti“ vefst oft fyrir fólki en algengasta skilgreiningin er einfaldlega sú að það sé sú eða sá sem hefur áttað sig á því að jafnrétti kynjanna er ekki náð og vill gera eitthvað til að breyta því. Líklega var ég femínískt barn. Mér blöskraði snemma fyrirferðin í strákum, hversu vel var hlustað á þá en lítið gert úr því sem stelpurnar höfðu að segja. Þær sem heyrðist í voru athyglissjúkar eða bara einfaldlega frekjur. Smátt og smátt tömdu þær sér sama hugsunarháttinn gagnvart hver annarri og þar með var samstaðan rofin. Þegar unglingsárin tóku við og stelpurnar fóru að taka út þroskann fjölgaði ljótu orðunum sem hvæst var að þeim á skólagöngunum. Á einum vetri urðu þær „brussur“, „jússur“ og svo margt fleira ljótt. Orð skipta máli. Þau móta fólk og mylja það að innan. Á sama tíma og gert var lítið úr stelpunum var þeim samt uppálagt að standa sig í náminu og tómstundunum. Þær áttu að vera jafnfærar, ef ekki færari, en strákarnir þrátt fyrir hvæsið. Og það dofnar ekki svo auðveldlega í eyrum unglingsstelpu þótt kona hafi verið kosin forseti eða önnur setjist í forstjórastól. Nú fer fram mun meiri og víðfeðmari umræða í samfélaginu um jafnréttismál en þegar ég var krakki. Fólk er meðvitaðra en áður um kvaðirnar sem lagðar eru á stúlkur annars vegar og drengi hins vegar. Mig langar til að benda ykkur á vef sem stofnaður var til minningar um Gunnar Hrafn. Hann heitir knuz.is eftir þessu skondna orði sem hann notaði svo oft í samskiptum við vini sína á netinu. Á vefnum birtir hópur fólks, meðal annars prestur, rithöfundar og fjölmiðlafólk, femínískar greinar eftir sig en líka þýðingar á femínískum greinum úr erlendum miðlum. Þótt Dallas, Bravo-blöðin og bækur Andrésar Indriðasonar hafi verið góð fyrir sína parta þá hefði ég alveg viljað hafa aðgang að svona efni þegar ég var að alast upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson eitt sinn á bloggsíðuna sína. Hann var málfræðingur og femínisti, búsettur í Svíþjóð. Hann hikaði ekki við að láta í sér heyra þegar hann hnaut um kynjamisrétti og sendi þá fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu uppvís að slíku skorinorð bréf og krafðist svara. Eljan var einstök og vakti oft aðdáun netvina hans, þar á meðal mín. Gunnar Hrafn lést við köfun í sumar aðeins 35 ára gamall. Hann reyndist hafa of stórt hjarta. Orðið „femínisti“ vefst oft fyrir fólki en algengasta skilgreiningin er einfaldlega sú að það sé sú eða sá sem hefur áttað sig á því að jafnrétti kynjanna er ekki náð og vill gera eitthvað til að breyta því. Líklega var ég femínískt barn. Mér blöskraði snemma fyrirferðin í strákum, hversu vel var hlustað á þá en lítið gert úr því sem stelpurnar höfðu að segja. Þær sem heyrðist í voru athyglissjúkar eða bara einfaldlega frekjur. Smátt og smátt tömdu þær sér sama hugsunarháttinn gagnvart hver annarri og þar með var samstaðan rofin. Þegar unglingsárin tóku við og stelpurnar fóru að taka út þroskann fjölgaði ljótu orðunum sem hvæst var að þeim á skólagöngunum. Á einum vetri urðu þær „brussur“, „jússur“ og svo margt fleira ljótt. Orð skipta máli. Þau móta fólk og mylja það að innan. Á sama tíma og gert var lítið úr stelpunum var þeim samt uppálagt að standa sig í náminu og tómstundunum. Þær áttu að vera jafnfærar, ef ekki færari, en strákarnir þrátt fyrir hvæsið. Og það dofnar ekki svo auðveldlega í eyrum unglingsstelpu þótt kona hafi verið kosin forseti eða önnur setjist í forstjórastól. Nú fer fram mun meiri og víðfeðmari umræða í samfélaginu um jafnréttismál en þegar ég var krakki. Fólk er meðvitaðra en áður um kvaðirnar sem lagðar eru á stúlkur annars vegar og drengi hins vegar. Mig langar til að benda ykkur á vef sem stofnaður var til minningar um Gunnar Hrafn. Hann heitir knuz.is eftir þessu skondna orði sem hann notaði svo oft í samskiptum við vini sína á netinu. Á vefnum birtir hópur fólks, meðal annars prestur, rithöfundar og fjölmiðlafólk, femínískar greinar eftir sig en líka þýðingar á femínískum greinum úr erlendum miðlum. Þótt Dallas, Bravo-blöðin og bækur Andrésar Indriðasonar hafi verið góð fyrir sína parta þá hefði ég alveg viljað hafa aðgang að svona efni þegar ég var að alast upp.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun