Syngur Heims um ból á miðjum Mercury-tónleikum 23. nóvember 2011 07:00 Friðrik Ómar og félagar ætla að syngja til heiðurs Freddie Mercury í Hörpunni.fréttablaðið/valli Fernir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, söngvara Queen, verða haldnir í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Friðrik Ómar segist vera í hörkuformi. Í dag eru tuttugu ár liðin síðan Freddie Mercury, söngvari bresku hljómsveitarinnar Queen og einn besti rokksöngvari sögunnar, lést úr alnæmi. Af því tilefni ætla þau Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Eiríkur Hauksson, Matthías Matthíasson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Hulda Björk Garðarsdóttir að heiðra söngvarann með fernum tónleikum í Silfurbergi í Hörpunni í kvöld og annað kvöld. Fyrstu tónleikarnir voru reyndar í Hofi á Akureyri síðastliðið föstudagskvöld og gengu þeir vel. Svo skemmtilega vill til að Frostrósaæfing verður í Hörpunni á sama tíma og Mercury-tónleikarnir en Friðrik Ómar er einmitt fullgildur Frostrósameðlimur. „Ég þarf að taka nokkur lög á milli laga í Freddie-sýningunni. Ég fer og syng Heims um ból á milli,“ segir Friðrik Ómar og segist ekkert þurfa á hvíldinni að halda á milli Mercury-laganna, enda skiptast alls sex söngvarar á að syngja lögin hans „Þetta er bara gaman. Ég er alveg stálsleginn.“ Friðrik Ómar syngur á þrjátíu tónleikum með Frostrósum og hefst tónleikaferðin í Færeyjum strax á föstudaginn. Þar verða fernir tónleikar í Norðurlandahúsinu og er uppselt á þá alla. Vinur hans Jógvan syngur einmitt með Frostrósunum í fyrsta skipti í Færeyjum en hann og Friðrik Ómar gáfu nýlega út barnaplötu þar sem þeir syngja íslensk og færeysk barnalög. Síðasta plata þeirra, Vinalög, hefur selst í tæpum tíu þúsund eintökum. „Við eigum eftir að árita nokkrar plötur í Færeyjum og kynna hana þar. Þessi plata fór strax mjög vel af stað og hún mun ekki gefa hinni neitt eftir.“ Eftir áramót fer Friðrik Ómar aftur til Svíþjóðar þar sem hann hefur búið undanfarin misseri og skömmu síðar tekur við fimm vikna ferðalag til Asíu þar sem hann hleður batteríin fyrir næstu tónlistarlotu.freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fernir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, söngvara Queen, verða haldnir í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Friðrik Ómar segist vera í hörkuformi. Í dag eru tuttugu ár liðin síðan Freddie Mercury, söngvari bresku hljómsveitarinnar Queen og einn besti rokksöngvari sögunnar, lést úr alnæmi. Af því tilefni ætla þau Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Eiríkur Hauksson, Matthías Matthíasson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Hulda Björk Garðarsdóttir að heiðra söngvarann með fernum tónleikum í Silfurbergi í Hörpunni í kvöld og annað kvöld. Fyrstu tónleikarnir voru reyndar í Hofi á Akureyri síðastliðið föstudagskvöld og gengu þeir vel. Svo skemmtilega vill til að Frostrósaæfing verður í Hörpunni á sama tíma og Mercury-tónleikarnir en Friðrik Ómar er einmitt fullgildur Frostrósameðlimur. „Ég þarf að taka nokkur lög á milli laga í Freddie-sýningunni. Ég fer og syng Heims um ból á milli,“ segir Friðrik Ómar og segist ekkert þurfa á hvíldinni að halda á milli Mercury-laganna, enda skiptast alls sex söngvarar á að syngja lögin hans „Þetta er bara gaman. Ég er alveg stálsleginn.“ Friðrik Ómar syngur á þrjátíu tónleikum með Frostrósum og hefst tónleikaferðin í Færeyjum strax á föstudaginn. Þar verða fernir tónleikar í Norðurlandahúsinu og er uppselt á þá alla. Vinur hans Jógvan syngur einmitt með Frostrósunum í fyrsta skipti í Færeyjum en hann og Friðrik Ómar gáfu nýlega út barnaplötu þar sem þeir syngja íslensk og færeysk barnalög. Síðasta plata þeirra, Vinalög, hefur selst í tæpum tíu þúsund eintökum. „Við eigum eftir að árita nokkrar plötur í Færeyjum og kynna hana þar. Þessi plata fór strax mjög vel af stað og hún mun ekki gefa hinni neitt eftir.“ Eftir áramót fer Friðrik Ómar aftur til Svíþjóðar þar sem hann hefur búið undanfarin misseri og skömmu síðar tekur við fimm vikna ferðalag til Asíu þar sem hann hleður batteríin fyrir næstu tónlistarlotu.freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira