Bít-skáld liðkaði fyrir Ameríkuútgáfu 25. nóvember 2011 08:00 Ólafur Gunnarsson hefur samið við New American Press um að gefa út smásagnasafnið Meistaraverkið í Bandaríkjunum. Skáldið er himinlifandi með árangurinn enda ekki á hverjum degi sem íslenskum höfundi tekst að brjóta sér leið þar inn. Fréttablaðið/Stefán „Hún verður gefin út hjá forlagi sem nefnist New American Press og er ekki langt frá Chicago. Þetta er tíu til fimmtán ára gamalt forlag sem gefur út bókmenntir og tímarit. Þeir ætla að gera vel úr þessu og það kemur jafnvel til greina að ég fari út, lesi upp og áriti,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson. Smásagnasafn hans, Meistaraverkið, verður gefið út í Bandaríkjunum á næsta ári. Amerískur bókamarkaður hefur löngum verið sagður ansi þröngsýnn þegar kemur að erlendum bókmenntum og það eru ekki mörg íslensk skáld sem hafa komið bókum sínum á framfæri við ameríska lesendur; Yrsa Sigurðardóttir, Arnaldur Indriðason og Ólafur Jóhann Ólafsson eru þar kannski í broddi fylkingar ásamt Halldóri Laxness. Ólafur var að vonum himinlifandi með tíðindin. „Það þykir náttúrlega ekki tiltökumál að höfundur frá Íslandi fái bók sína útgefna í útlöndum, sérstaklega eftir bókamessuna í Frankfurt. En Bandaríkin eru eilítið annars eðlis, þeir eru mjög lokaðir á bækur sem ekki eru skrifaðar á ensku.“ Ólafur naut liðsinnis bít-skáldsins Rons Whitehead, sem kom á bít-hátíð höfundarins fyrir þremur árum, við að koma bókinni á framfæri. „Ég sagði honum að ég væri að vinna að smásagnasafni og hann spurði hvort ég vildi ekki þýða eina sögu og senda honum. Hann kom henni til forlagsins og þeir luku lofsorði á hana og báðu um meira efni. Í framhaldi af því náðust þessir samningar.“ Ólafur er nú á fullu í jólabókaflóðinu sem er ansi drjúgt þetta árið og mun meðal annars árita bók sína í Eymundsson í Kringlunni á laugardag og svo í Austurstræti. - fgg Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira
„Hún verður gefin út hjá forlagi sem nefnist New American Press og er ekki langt frá Chicago. Þetta er tíu til fimmtán ára gamalt forlag sem gefur út bókmenntir og tímarit. Þeir ætla að gera vel úr þessu og það kemur jafnvel til greina að ég fari út, lesi upp og áriti,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson. Smásagnasafn hans, Meistaraverkið, verður gefið út í Bandaríkjunum á næsta ári. Amerískur bókamarkaður hefur löngum verið sagður ansi þröngsýnn þegar kemur að erlendum bókmenntum og það eru ekki mörg íslensk skáld sem hafa komið bókum sínum á framfæri við ameríska lesendur; Yrsa Sigurðardóttir, Arnaldur Indriðason og Ólafur Jóhann Ólafsson eru þar kannski í broddi fylkingar ásamt Halldóri Laxness. Ólafur var að vonum himinlifandi með tíðindin. „Það þykir náttúrlega ekki tiltökumál að höfundur frá Íslandi fái bók sína útgefna í útlöndum, sérstaklega eftir bókamessuna í Frankfurt. En Bandaríkin eru eilítið annars eðlis, þeir eru mjög lokaðir á bækur sem ekki eru skrifaðar á ensku.“ Ólafur naut liðsinnis bít-skáldsins Rons Whitehead, sem kom á bít-hátíð höfundarins fyrir þremur árum, við að koma bókinni á framfæri. „Ég sagði honum að ég væri að vinna að smásagnasafni og hann spurði hvort ég vildi ekki þýða eina sögu og senda honum. Hann kom henni til forlagsins og þeir luku lofsorði á hana og báðu um meira efni. Í framhaldi af því náðust þessir samningar.“ Ólafur er nú á fullu í jólabókaflóðinu sem er ansi drjúgt þetta árið og mun meðal annars árita bók sína í Eymundsson í Kringlunni á laugardag og svo í Austurstræti. - fgg
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira