Matís vill ekki styrk ESB vegna ráðherra 29. nóvember 2011 06:30 Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum