Fá poppara til að kokka og syngja 30. nóvember 2011 13:00 Í hátíðarskapi Samstarfsfólkið á Nýlendugötu blæs til skemmtilegrar tónleikaraðar. Frá vinstri eru Ottó Magnússon, Sigga Heimis, Helga Guðrún Vilmundardóttir, Árný Þórarinsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson.Fréttablaðið/Anton „Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb Fréttir Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
„Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb
Fréttir Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira